Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1996, Síða 15

Ægir - 01.01.1996, Síða 15
FISKVERKENDUR - UTCERÐAMENN! Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar býður nú um 30 mismunandi námskeið og fyrirlestra fyrir starfsfólk sjávarútvegsins. Hluti námsefnis: Vinnuöryggi • Hreinlætismál • Hráefnismeðferð • Mannleg samskipti Verkkennsla • Handflökun • Innra eftirlit • Heilsuvernd • Gæðastjórnun • Rekstraráætlanir Markaðsmál • Kjaramál Haföu samband efþú et~t ífrœðsluhiigleiðingiim Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, sími 560 9670 Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar heyrir undir Sjávarútvegs- ráðuneytið og er hlutverk hennar að skipuleggja fræðslustarfsemi fyrir starfsfólk í fiskiðnaði. Nefndin er skipuð fulltrúum frá ráðu- neytinu, samtökum atvinnurekenda og Verkamannasambandi íslands. REYTINGUR 22 voru kærðir á árinu A árinu 1995 veitti Fiskistofa fjölmargar áminningar þeim sem gengu á svig við settar reglur og lög um fiskveiðar og meðferð afla. Stundum hrukku slíkar áminningar skammt og var þá málum vísað til lögreglu samkvæmt laganna skikk. Alls voru 22 tilvik kærð til lögreglu á árinu 1995. 14 mál teljast upplýst en 14 var vísað til ríkissaksóknara. í 6 tilvikum hefur verið gefin út ákæra og dómar hafa gengið í þremur málum. í sex tilvikum var beitt sviptingu leyfis í tengslum við rannsókn mála. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu en ekki liggja fyrir sambærilegar tölur frá árinu 1994 svo ekki verður séð hvort siðferði fer fram eða aftur. Rannsókn mála af þessu tagi er í samvinnu lögreglu og veiðieftirlits Fiskistofu. Viðurlög eru með ýmsum hætti, refsiviðurlög eru ákvörðuð af dómara og eru oftast sektir. Oftast er um að ræða stjómsýsluviðurlög og er ákvörðun um þau ýmist tekin af Fiskistofu eða sjávarútvegsráðuneyti og algengust er álagning gjalds vegna ólögmæts afla eða svipting leyfis til veiða, vinnslu eða vigtunar. Norömenn langar til Kína Norðmenn beina nú sjónum sínum í auknum mæli til Kína sem freistandi markaðar fyrir fisk og fiskafurðir. Eftir því lífskjör kínversku þjóðarinnar batna og kaupgeta almennings eykst verður markaðurinn stöðugt hagstæðari. Kína opnast stöðugt meira í vesturátt og styrkir tengsl sín við vestræn samfélög með samvinnu og þátttöku vestrænna fyrirtækja í hverskonar uppbyggingu sem er mikil um þessar mundir. En Kína er mesta fiskveiðiþjóð heims sem veiddi 1 8.3 milljónir tonna 1993 og hefur afli vaxið mjög mikið frá því að fyrstu efnahagsumbætur voru gerðar 1978. Margir fiskistofnar við Kína eru ofveiddir og þrátt fyrir mikla uppbyggingu í fiskeldi eykst þörf þeirra fyrir innflutning stöðugt. Norskir útflytjendur er viðbúnir og í september 1995 var mikil matvælasýning í Shanghai sem margir þeirra tóku þátt í. 1996 hyggja norskir aðilar á þátttöku í mikilli vörusýningu sem haldin verður í Kína og mun eingöngu snúast um sjávarútveg og fiskvinnslu. f dag eru Kínverjar ca. 1200 milljónir og fiskneysla á mann er að meðaltali 15 kíló á mann árlega og fer vaxandi. (Fiskaren- des. 1995) ÆGIR 15

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.