Ægir - 01.01.1996, Page 17
Þorskveiðarnar í Smugunni og
botnfiskstofnar í Barentshafi
Dr. Sigfús A. Schopka
Undanfarið hefur mikið
verið rætt um þorskveiðar
okkar í Smugunni og um-
gengni um auðlindina þar.
En hvers konar þorsk
erum við að veiða þarna
og hvernig er ástand botn-
fiskstofna í Barentshafi
um þessar mundir? Frá
því að íslendingar hófu
veiðar í Smugunni árið
1993 hefur Hafrannsókna-
stofnunin aflað gagna um
veiðarnar eftir því sem við
verður komið hverju sinni með sýnatöku úr lönduð-
um afla hér heima og eins með dyggilegri aðstoð
Landhelgisgæslunnar á miðum úti.
Smugan liggur nokkum veginn í miðju Barentshafi. Veið-
ar okkar á þessu svæði eru svo til eingöngu þorskur sem tek-
inn er í flotvörpu upp í sjó. Árið 1993 veiddum við þarna
9.374 tonn af þorski og vorum fjórðu í röðinni það ár hvað
þorskaflamagn snerti úr Barentshafi, næstir á eftir Norb-
mönnum, Rússum og Færeyingum (1. mynd). Afli af öðmm
tegundum var sáralítill, mest veiddist af hlýra, 216 tonn, og
56 tonn af grálúðu, en annar afli botnfisktegunda nam ab-
eins 31 tonni.
Haustið 1993 var mikið rætt um smáfiskadráp í Smug-
unni. Mælingar sýndu að þorskurinn stóbst þá hvorki íslensk
viðmiðunarmörk (25% undir 55 cm) né norsk viðmiðunar-
mörk (15% undir 47 cm) og leiddi það til þess að sjávarút-
vegsráðuneytið gaf út reglugerö þar sem veiðar vom bann-
aðar í sunnanverðri Smugunni fram til áramóta 1993/1994.
Eftir að skipin færbu sig norðar í Smugunni glæddist aflinn
og reyndist fiskurinn þar mun vænni. Aldursgreiningar
sýndu ab nær annar hver fiskur þarna var 10 ára gamall, af
stóra árganginum frá 1983. Næstalgengasti aldursflokkurinn
í veiðunum var aftur á móti fjögurra ára fiskur af árgangi
1989 en það var þá skásti árgangurinn sem fram var kominn
í veiðistofninn síban 1983.
Árib 1994 hófust veiðar aftur í Smugunni af krafti er líða
tók á sumarið. Þær fóru hægt að stað en vel aflaðist í ágúst-
september, oft mokafli (2. mynd). Þetta haust sendi Land-
helgisgæslan varðskip á miðin og mældu varðskipsmenn
stærð þorsksins og söfnuðu jafnframt kvörnum til aldurs-
greiningar. Mun minna mældist af smáþorski en árið áður
og gáfu mælingar varðskipsmanna ekki tilefni til lokana.
Fjöldi þorska undir 47 cm reyndist vera á bilinu 0-10%.
Aldursdreifing á veiðum íslendinga var á þann veg að
mest veiddist af fimm ára þorski, þ.e. af árgangi 1989, og var
annar hver þorskur jafnan af þessum árgangi. Meðallengd
hans var 69 cm. Næstalgengastur var fjögurra ára þorskur, af
árgangi 1990 (með 20% hlutdeild), en þessi árgangur er tal-
2. mynd: Þorskveiðar íslendinga í Smugunni.
Dr. Sigfús A. Schopka.
ÆGIR 1 7