Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1996, Page 19

Ægir - 01.01.1996, Page 19
hvort eitthvað bitastætt hangir þar á spýtunni. Þær botnfisk- tegundir sem helst hafa verið nýttar eru auk þorsks, ýsa, ufsi, karfi og grálúða. Þorskur Þorskstofninn í Barentshafi er stærsti þorskstofn í Norð- ur-Atlantshafi. Útbreiðslusvæðið er við strendur Noregs norður um að Svalbarða og austur að Novaya Semlya. Aðal- hrygningarsvæðið er við Lofót og fer hrygningin fram að vori eins og hér við land. Að iokinni hrygningu gengur hrygningarþorskurinn austur inn í Barentshaf og dreifir sér þar í ætisleit en einnig norður í áttina aö Svalbaröa (4. mynd). Þegar fer að hausta og kólna í Barentshafi leitar hrygningarfiskurinn aftur til baka smám saman og leitar aft- ur upp að ströndinni til hrygningar er líöa fer á vetur (5. mynd). Seiðin rekur að lokinni hrygningu með straumum inn í Barentshaf og í áttina að Svalbarða. Ungfiskurinn elst þar að mestu upp uns kynþroska er náð. Seint á haustin er kólnar heldur ungfiskurinn sig að mestu suður af Bjamarey, enn- fremur norður af Finnmörk og eins sunnan við Smuguna (5. mynd). Það er því síðsumars og á haustin áður en kólnar sem má gera ráð fyrir þorski í Smugunni. Þorskaflinn úr Barentshafi árin 1950-1995 er sýndur á 6. mynd. Á árabilinu 1950 og fram til 1977 var meðalaflinn um 800 þúsund tonn. Mestur var hann árið 1956, tæp 1400 þús. tonn, en minnstur árið 1964, um 400 þús. tonn. Aflinn fór hraðminnkandi frá árinu 1978 og var kominn niður í lág- mark, 300 þús. tonn, árið 1984. Þá fór afli aftur vaxandi en vegna mikillar sóknar og lakrar nýliðunar var ljóst að stefna myndi í óefni ef ekki yrði gripið til róttækra aðgerða. Vegna 5. mynd: Göngur þorsks úr Barentshafi og frá Svalbarða til hrygn- ingarstöðvanna við Noreg. Skyggðu svœðin sýna hvar ókynþroska þorskurinn heldur sig síðla hausts og að vetrarlagi. (Harden fones: Fish migration 1968.) 6. mynd: Barentshafs-þorskur. Afli 1950-1995. ) 7. mynd: Barentshafs-þorskur. Veiðistofn og veiðidánartala. verulegra sóknartakmarkana voru aðeins heimilaðar rúmlega 200 þús. tonna veiðar árið 1990. Árangur sóknartakmarkana ásamt betri nýliðun hefur skilað sér í vaxandi afla undanfar- in ár og árið 1994 var aflinn kominn í fyrra meðaltal, um 800 þús. tonn. Þróun í veiðistofni undanfarin ár hefur verið nokkuð áþekk þróun í afla (7. mynd). Sú mynd sýnir reyndar veiði- stofn allt frá árinu 1950 og var stofninn á árunum 1950-1957 á bilinu 2,5 til 3,5 millj. tonna. í kringum 1960 fer stofnstæröin niður fyrir 2 millj. tonna og kemst í lágmark árið 1964 en vex svo hratt næstu ár vegna betri nýliðunar, bæði árin 1963 og 1964. í kjölfar þessara árganga fylgdu óvenju slakir árgangar frá árunum 1965 og 1967 og komst veiðistofninn aftur niður í 1,5 millj. tonn. Árgangarnir frá 1969 og sérstaklega 1970 reyndust stórir en þrátt fyrir það náði stofninn aðeins að komast yfir tveggja millj. tonna stærð árið 1974 og fór þá í 2,5 millj. tonn. Stofninn fór síðan ört minnkandi næstu ár, bæði vegna mikillar sóknar og eins ÆGIR 1 9

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.