Ægir - 01.01.1996, Síða 20
vegna lélegrar nýliðunar og komst í lágmark árib 1984, í að-
eins 700 þús. tonna stærð.
Þegar litið er á þróun veiðidánartölu (7. mynd) fór hún
fyrst hratt vaxandi og komst í hámark árið 1964, minnkaði
nokkuð næstu ár, bæði vegna lakari aflabragða og þess að
síidveiðar voru miklar á þessum árum. Þegar síldarstofninn
hrundi þá óx aftur sóknin í Barentshaf. Hámarki náði veiði-
dauðinn árið 1987 og var þá veiðidánartala þorsks nálægt
70% næstu tvö ár. Með ströngum veiðitakmörkunum tókst
að draga svo úr veiöidauða að árin 1990-1992 var hann
lægri heldur en fyrstu árin eftir 1950. Þab var ekki aö sökum
að spyrja að stofninn rétti fljótt við og fór hrygningarstofn,
sem var kominn niður í 150 þús. tonn 1988, í um og yfir
milljón tonn árið 1991. Hann er nú áætlaöur um 800 þús.
tonn.
Nýliðun í stofninn hefur verið allbreytileg (8. mynd). Árin
1950-1978 voru flestir árgangar af meðalstærð, sumir mjög
sterkir en aðeins á árunum 1968-1970 komu þrír iakir ár-
gangar í veiðistofn, þ.e. árgangar 1965-1967. Á bilinu
1979-1984 komu sex lakir árgangar inn í veiðistofninn í röb
og aðeins 1983 árgangurinn reyndist verulega stór. í kjölfar
hans fylgdu nokkrir aörir lakir árgangar fram undir 1990.
Nýliðun hefur verið allþokkaleg síðan árið 1989. Nýjustu
fréttir úr seiðaleiðangri 1995 bendir tii að enn einn stór ár-
gangur sé í uppsiglingu.
Með úthlutuðum kvóta 1995 er búist viö einhverri afla-
minnkun miðað við árið 1994 og sama kvóta hefur verið
úthlutað fyrir 1996 eins og fyrir árið 1995. Þaö liggur fyrir
að aukin sókn mun ekki skila sér í meiri afrakstri til lengri
tíma litið. Önnur teikn sem eru á lofti og gætu dregið úr
vexti stofnsins og viðgangi eru minna fæðuframboð og
kólnun í Barentshafi. Því hefur verið spáð og byggt á lang-
tímamælingum að sjávarhiti færi lækkandi, en svo myndi
hlýna aftur undir aidamót. Ekki hefur enn bólað á þessari
kólnun. Kólnun myndi að öllum líkindum draga úr fisk-
gengd í Smugunni. Hvað æti snertir er ioðnustofninn nán-
ast hruninn, svo að þorskurinn hefur orbið að snúa sér að
annarri fæðu í ríkari mæli. Engan bata er að sjá í loðnu-
stofninum í náinni framtíð og klakið virbist afar iélegt. Lít-
il loðnugengd hefur hægt á vexti a.m.k. stærri árganganna
(9. mynd) og leitt til þess að sjálfrán þorsks hefur aukist.
Sjálfránið beinist að smæsta þorskinum og skörð höggvin í
nýliða áður en þeir koma fram í veiðistofni. Kvebi rammt
að þessu hefur þab áhrif á nýliðunartölur og þar með af-
rakstur stofnsins.
Ýsa
Útbreiðsla ýsu takmarkast við grunnslóðina meðfram
ströndum Noregs og í Barentshafi. Meðaiýsuaflinn árin
1950-1975 var um 120 þús. tonn. Þá fór aflinn hratt minnk-
andi og komst í lágmark árið 1984, aðeins 17 þús. tonn (10.
mynd). Mestur varð hins vegar aflinn árið 1973 en þá fór
hann upp í 320 þús. tonn. Síðan árið 1984 hefur afli aðeins
tvisvar farið yfir 100 þús. tonn, árið 1987 í 150 þús. tonn
8. mynd: Barentshafs-þorskur. Nýliðun.
10. mynd: Barentshafs-ýsa. Afli 1950-1995.
20 ÆGIR