Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1996, Side 27

Ægir - 01.01.1996, Side 27
telja. Margir staöir úti á landi myndu viö slíka breytingu missa valdiö yfir því hvar aflinn yröi unninn og þess vegna er hér einnig um byggöamál aö ræöa. Þaö er raunar býsna mikil þver- sögn í málflutningi þeirra sem eru á móti framseljanlegum kvóta vegna áhrifanna á byggö í landinu en krefjast síöan í næsta oröi þess að allur fiskur fari á markað sem í raun hefur sömu áhrif eða þau að hver sem er getur keypt fiskinn og flutt hann burt úr viðkomandi sjávarþorpi. Lausn málsins fólst í stofnun úr- skurðarnefndarinnar. í henni sitja þrír fulltrúar útgerðar og þrír fulltrúar sjó- manna. Oddamaður kemur inn eftir ákveðnum reglum takist nefndinni ekki að leysa ágreining sem rís innan 14 daga. Verkefni nefndarinnar í hnot- skurn er að vera úrskurðardómstóll sem sjómenn geta skotið máli sínu til ef þeir eru ekki ánægðir með það fiskverð sem þeim stendur til boða en aðilum er skylt að gera með sér fastan samning um fiskverð. Báðum aðilum er skylt að hlíta úr- skurði nefndarinnar." Það kom í hlut að Helga að vera fyrsti formaður nefndarinnar og hann segist vera nokkuð ánægður með störf hennar. „Það hafa 13 mál komið til kasta nefndarinnar en nokkur bíða núna afgreiðslu. Ég hef borið saman verð milli ára og í júní og júlí er verð á þorski í föstum viðskiptum 10% hærra en það var á sama tíma í fyrra. í ágúst 1% hærra en þá barst 20% meiri þorskafli á land en árið áður, en í september var verðið 11% hærra. Þetta sýnir hver árangurinn af starfi nefndarinnar hefur verið. 10% hærra fiskverð þýðir í raun 10% hækkun á hlut sjómanna. Rétt er að hafa í huga að þessi samanburður minn milli ára nær aðeins til verðs á þorski en ég veit reyndar að rækjuverð til skipta hefur einnig hækkað nokkuð á seinnihluta ársins en á sama tíma hefur afurðaverðið hækkaö verulega og spurning er hvort við verðum ekki að gera enn betur eigi hlutur sjómanna að skila sér til þeirra." Ekki mikið fjallað um kvótabrask Helgi segir að færri mál hafi komið til kasta nefndarinnar en reiknað hafi verið með í upphafi. Frjálst fiskverö þýðir það að menn eiga að koma sér saman um það á hverju skipi fyrir sig án afskipta nefndarinnar. Nefndin var fyrst og fremst sett á laggirnar til þess að Með sleif og skiptilykil Helgi Laxdal Magnússon fæddist 9. janúar 1941 á Syðri-Grund í Grýtu- bakkahreppi í Eyjafirði og ólst upp við aimenn sveitastörf þar. Foreldrar hans voru Guðný Laxdal og Magnús Snæbjörnsson og Helgi er næstelstur í hópi fjögurra systkina, tveggja af hvoru kyni. Helgi er kvæntur Guðrúnu E. Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra sem einnig er ættuð úr Eyjafirði. Þau eiga fjögur börn: Ingigerði, Jóhann, Helga Laxdal og Guðnýju Laxdal. Helgi stundaði sjó til 1973 á smærri og stærri bátum og vann hjá tækni- deild Fiskifélags íslands frá 1975 til 1983 en frá 1983 hefur hann starfað ein- göngu að félags- og réttindamálum vélstjóra sem formaður VSFÍ frá 1982 en varaformaður sama félags frá 1978, auk þess að sitja í fjölmörgum nefndum og ráðum sem tengjast sjávarútvegi fyrir hönd stéttarfélagsins. Þess má geta að þó Helgi hafi sjálfur lagt frá sér skiptilykilinn og hætt eig- inlegri vélstjórn fyrir alllöngu heldur fagið áfram í fjölskyldunni því báðir synir Helga hafa lokiö prófi úr Vélskólanum. Jóhann, sá eldri, fór í framhalds- nám í tæknifræði en Helgi, sá yngri,er vélstjóri á Frera RE. Helgi var kokkur á bátum frá Grenivík þegar hann var að hefja sjómanns- feril sinn á sjötta áratugnum og er vel liðtækur með sleifina ekki síður en skiptilykilin. Grípur hann oft til svuntunnar á sínu heimili og er sagður lún- kinn kokkur. ÆGIR 27

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.