Ægir - 01.01.1996, Qupperneq 28
„Hitt er svo annað mál
að ég tel að það hafi verið
gert afillri nauðsyn og
hefði í raun ekki þurft að
gerast ef stjórnendur FFSI
hefðu hlustað á okkur og
tekið tillit til sanngjarnra
krafha okkar. Þá hefði
ekki þurft að koma til
þessa sem ég sé síður en
svo eftir í dag. En þeirra
klaufaskapur og
sjálfsánœgja átti
stœrstan þátt í að við
yfirgáfum FFSÍ."
tryggja sjómönnum jafnræði við út-
gerðarmenn í fiskverðsdeilum, sem var
spurning um mannréttindi, og tilvist
hennar hefur greinilega haft töluverð
áhrif.
„Ég er þokkalega ánægbur með störf
nefndarinnar en hlýt að viðurkenna að
kvótabrask sem slíkt hefur ekki enn í
neinum mæli komiö til kasta
nefndarinnar en hafa ber í huga að í
þessum efnum gerist ekkert á einni
nóttu frekar en meb Róm forðum.
Almennt má segja um þessa nefnd að
hún þarf að vera til staðar fyrst og
fremst til þess að tryggja ab viðkomandi
aðilar komi sér saman um eðlilegt
fiskverð. Best er ab hennar verkefni séu
sem fæst.
Vélstjórafélagiö var abili að
Farmanna- og fiskimannasambandi
íslands frá stofnun þess 1937 og
reyndar voru vélstjórar helstu hvata-
menn ab stofnun sambandsins. Þeir
voru um 40% félagsmanna í FFSÍ allt til
1. ágúst 1991 þegar Vélstjórafélagið
sagði sig úr lögum við FFSÍ og stendur
nú eitt og óstutt. Þetta þýbir að félagið
þarf ekki að hafa samflot í kjara-
samningum, er ekki aðili að samþykkt-
um FFSÍ og er ekki lengur aðili að
blaðaútgáfu eba öðru því sem FFSÍ tekur
sér fyrir hendur. Málaferli vegna skipta
á eignum Farmanna- og fiskimanna-
sambands íslands og Vélstjórafélags
íslands standa yfir og ekki ljóst á þessari
stundu hvenær niðurstaða fæst.
Skilnaður að borði og sæng
„Við höfum verið með um 40%
félagsmanna frá upphafi en á 50 ára
afmæli FFSÍ höfðum t.d. við átt forseta
sambandsins í 8 ár frá stofnun þess sem
synir ef til vill betur en margt annað
hverjir hafa ráðib ferð innan sam-
bandsins í gegnum tíðina. Til vibbótar
höfðum vib yfirleitt verið með færri
menn í stjórn en fjöldi vélstjóra innan
sambandsins gaf tilefni til. Staðreyndin
er sú að samtökin eru fyrst og fremst
samtök skipstjóra og stýrimanna. Við
gerðum okkur einfaldlega grein fyrir því
að við höfðum engan hag af því að vera
þarna innanborðs, höfðum þangað
ekkert að sækja."
Er naubsynlegt að standa í mála-
ferium við fyrrum félaga sína vegna
eigna félagsins?
„Við fengum Viðar Má Matthíasson
hrl. til þess að gefa okkur lögfræðilegt
álit á því hvort hann teldi að við ættum
tilkali til eigna FFSÍ. Hans álit var
ótvírætt í þá átt. Meb það í hendi var
stjórn félagsins ekki stætt á að hafast
ekkert að í málinu, við höfum einfald-
lega ekki heimild til þess. Þá hefbum
við verið að láta af hendi eigur félagsins
án þess ab halda uppi eðlilegum
vörnum.
Þetta er bara eins og hver annar
hjónaskilnaður. Það er ekkert óeðlilegt
við það að tekist sé á um hlutina. Hér er
um allnokkra fjármuni aö tefla.
Við höfum einnig deilt um fjármuni
á svokölluðum "greiöslumiðlunar-
reikningi" en það er tekið sérstakt gjald,
eða um 0.16%, af óskiptum afla sem
gengur til samtaka sjómanna og
útgerða, sem lækkar hlut sjómanna um
sama hlutfall. Af þessum fjármunum
fékk LÍÚ um 34 milljónir í tekjur á
síðasta ári, Farmanna- og fiskimanna-
sambandið um 9.2 milljónir en við um
4.6 milljónir. Þegar við gehgum út úr
FFSÍ var reynt mikið til þess að semja
vib þá um skiptingu þessara fjármuna,
en sá hluti þeirra sem lækkar kjör
félagsmanna VSFÍ er einfaldlega ekki
eign FFSÍ. Það tókst ekki fyrr en með
lagabreytingum á Alþingi eftir mikið
stapp og vesen sem sýnir nú ef til vill
býsna glöggt réttlætiskennd þessara
ágætu manna. Þótt vib höfum nokkrum
árangri náð erum ekki sáttir við okkar
hlut teljum að hann eigi að vera hærri
sé tekið mib af félagafjölda eins og lögin
gera ráb fyrir."
Klaufaskapur og sjálfsánægja
FFSÍ
„Meöan við vorum aðilar að FFSÍ
runnu frá okkar félagi um 6 milljónir
árlega í til sambandsins þegar ailt er
taliö og okkur fannst vib fá litla sem
enga þjónustu né aðstoð í staðinn.
Þetta varb með öðru til þess að við
ákváðum að stíga þetta skref.
Hitt er svo annað mál að ég tel að
það hafi verið gert af illri nauösyn og
28 ÆGIR