Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 30

Ægir - 01.01.1996, Blaðsíða 30
heföi í raun ekki þurft aö gerast ef stjórnendur FFSÍ heföu hlustaö á okkur og tekiö tillit til sanngjarnra krafna okkar. Þá heföi ekki þurft aö koma til þessa sem ég sé síður en svo eftir í dag. En þeirra klaufaskapur og sjálfsánægja átti stærstan þátt í að viö yfirgáfum FFSÍ." Auk Vélstjórafélags íslands starfa sérfélög vélstjóra í Vestmannaeyjum, á Suðurnesjum og á ísafiröi. Félögin í Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum hafa sagt sig úr viðkomandi heildar- samtökum og gert samstarfssamning við Véistjórafélag íslands um gerð kjarasamninga, starfsemi styrktar- og sjúkrasjóöanna o.fl. Á ísafirði var samþykkt um síðustu áramót að hætta samstarfi önnur félög þar og leita eftir samstarfi við Vélstjórafélag íslands um sameiginieg málefni. Þannig er verið að sameina vélstjóra og vélfræðinga eins og kostur er. Skýtur það ekki skökku við að fara þessa leið þegar stækkun eininga og sameining á flestum sviðum virðist vera ríkjandi tilhneiging í samfélaginu? „Eg tel að vélstjórar hafi haldið hóp- inn nokkuö vel. Sjómenn hafa lengi skipst í þrjár meginfylkingar, þ.e. undirmenn, yfirmenn i vél og yfirmenn í brú. Allir þessir hópar hafa sínar sérþarfir og sérmál þó samstaðan sé aigjör þegar kemur að því að berjast fyrir sameiginlegum almennum kjara- bótum. í félagsmálum sjómanna gildir það sama og annars staðar í þjóð- félaginu að ekkert stendur kyrrt heldur eru hlutirnir í sífelldri þróun. Sam- eining vélstjóra er bæði eðlileg og nauðsynleg til þess aö koma þeirra sérmálum í höfn. Hún gengur vel og eiginlega betur en ég hafði reiknað með í upphafi." Viljum breytt hlutaskipti Hver eru helstu baráttumál og viðfangsefni vélstjóra og vélfræðinga um þessar mundir? „Við viljum vinna að aukinni endur- menntun og erum að vinna gott starf í þeim efnum í ágætu samstarfi við bæði LÍÚ og Vélskóla íslands en kjaramálin eru alltaf ofarlega þar er næsta verkefnið að breyta hlutaskiptunum. í dag er það þannig að skipstjóri er með 2 hluti, yfirvélstjóri og yfirstýri- maður 1.5 en 1. vélstjóri og 2. stýri- maður 1.1/4. Á vinnsluskipum hefur svo 3. vélstjóri 1. 1/5 en á öðmm skip- um hefur hann 1.1/8. Þetta finnst okkur algjörlega út úr kortinu þegar horft er til þess að vélstjóri þarf ríflega þrefalda menntun á við stýrimann á stærri skipunum. Þetta verður okkar helsta viðfangs- efni í næstu kjarasamningum árið 1997. Það verður sjálfsagt ekki auðvelt en við erum ákveðnir að láta á það reyna. Við viljum aö yfirvélstjóri fái 1.75 hlut á móti 1.5 hlut stýrimanns. í Færeyjum er þetta þannig aö yfirvélstjóri fær 2 hluti, skipstjóri 2.5 en 1. stýrimaður 1.75. Svipuð launaröð er á norskum fiskiskipum." Yfirvélstjórar yfirborgaðir Nú er vitað aö fyrir utan hin hefðbundnu hlutaskipti tíðkast að greiða skipstjórum aukaálag sem er tengt aflaverðmæti. Er þetta þekkt meðal vélstjóra einnig? „Ég veit ekkert um laun skipstjóra og raunar ekki heyrt að þeir séu yfirborgaðir en það er tölvert um að yfirvélstjórar séu yfirborgaðir. Eftir því sem fiskiskip verða flóknari og dýrari tæki með auknum vélbúnaði verður mönnum stöðugt betur ljós nauðsyn þess að sinna vel viðhaldi og vélstjórn. Þaö er sama hve góður skipstjórinn er, hann fiskar ekki nema allt sé í lagi, allt vinni eins og til er ætlast um borð. Þaö tiðkast mjög víöa að þrír vélstjórar séu um tvö pláss og alltaf einn í landi. Sá sem er að koma úr fríinu sér þá um að allt sé klárt þegar skipið kemur að landi og hefur umsjón með viðgerðum og nauðsynlegu viðhaldi í inniverunni. Fyrir þetta er oft greitt sem svarar hálfum hlut." Átta milljarðar í viðhald „Við viljum ganga lengra, auka ábyrgð yfirvélstjóra þannig að hann beri ábyrgð á öllu viðhaldi og endur- bótum um borð og til þess að gera stjórnunarlínurnar sem skírastar þá fari allar verkbeiðnir til þjónustuaðila í landi í gegnum hans hendur. í dag er viðhald flotans talið vera rúmlega 8% af aflaverðmæti sem þýðir rúma 4 millj- arða á ári. Þetta er svipuð upphæð og allur olíukostnaður. Þessa upphæð teljum við að megi lækka með bættu skipulagi en þar gegnir yfirvélstjórinn lykilhlutverki. Við erum tilbúnir að vinna með útgerðinni í þessu efni og taka að okkur víðtækari verkefni gegn því að það sem sparast gangi að einhverju leyti til okkar manna. Hér er um beggja hag aö ræða." Meira álag Hvernig er atvinnuástandi meðal vélstjóra háttað? Er mikið atvinnuleysi í stéttinni? „Það er nú í kringum 1% sem hlýtur að teljast viðunandi þegar það er um 5% á almenna markaðnum. Álag á vélstjóra í starfi hefur aukist á liðnum árum.Það hefur fækkað í vélarúminu á undanförnum árum. Á sama tíma eykst úthald skipanna og eðlileg krafa útgerð- anna um frátafalaust úthald. Einnig hefur álagið aukist þar sem viðhald hefur færst meira um borð en áður var. Við heyrum reyndar meira kvartað undan þessu á farskipunum en á fiskiskipunum. í þessum efnum getur verið hollt að líta til nágranna okkar. Hér tiðkast ekki að hásetar vinni í vélarúmi farskipa en þessu er öfugt farið t.d. í Danmörku þar sem krafist er allt að þriggja ára námi af hásetum til þess að gera þá hæfa til starfa í vélarúmum skipanna. Slíkir menn era smiðsígildi. í ljósi þessa gefur þaö auga leið að fleiri þarf í vélarúmið á íslenskum skipum en t.d. dönskum til þess að eðlilegt rekstraröryggi sé tryggt. Hefur útflöggun í farskipaflotanum ekki komið illa við vélstjóra? „Nei, við höfum haldið okkar hlut þokkalega. Á heildina litið hefur samt ekkert verið gert til þess að halda íslenskum áhöfnum um borð í skipunum. í Danmörku og Noregi tíðkast að greiða niður laun áhafna á 30 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.