Ægir - 01.01.1996, Síða 36
Skipið hefur frá upphafi borið sama nafn og verið í eigu sömu útgerðar. Skip-
ið er smíðað árið 1975 (afhent í janúar) hjá Bátservice Verft A/S í Mandal í
Noregi, smíðanúmer 617 hjá stöðinni. Skipið er í hópi fjögurra systurskipa,
smíðuð hjá sömu stöð, Gullberg VE hið fyrsta í röðinni, en síðan í tímaröð:
Huginn VE 55 (1411) í janúar 1975; Árni Sigurður AK 370 (1413), nú Höfrungur
AK 91 í febrúar 1975; og Skarðsvík SH 205 (1416), nú Arney KE 50, í mars
1975.
Breytingar sem áður hafa verið gerðar á skipinu eru þessar helstar: Árið 1976
er byggt yfir aðalþilfar þess frá hvalbak að yfirbyggingu að aftan. Árið 1978 er
brú skipsins lyft með hækkun á reisn þannig að þilfarshús myndast undir brúnni
og árið 1988 er smíðaður nýr skutur (gafllaga) um 2.0 m lengri og sett perustefni
á skipið. Það sama ár er settur nýr aðalvélarbúnaður í skipið, í stað beintengdrar
1250 ha Wichmann aðalvélar 2040 ha niðurgíruð Mak aðalvél, auk þess stækk-
un á hliðarskrúfum o.fl.
færslublökk af gerð Triplex TRH 70. Þá
var núverandi kraftblökk flutt framar.
Losunarkrani: í skipið var settur nýr
krani frá Sormec af gerð T2000 M28/2S,
Almenn lýsing
Gerð skips: Nóta- og togveiðiskip.
Smíðastöð: Bátservice Verft A/S, Man-
dal í Noregi, smíðanúmer 617.
Afhending: Janúar 1975
Flokkun: Skipið var byggt í flokki Det
Norske Veritas, en skipt yfir í SR,
1984-02.
28 tm, lyftigeta 2.5 tonn við 10.5 m
arm. Nýi kraninn er á efra þilfari, s.b,-
megin, aftast á lengingarstykkinn, og er
búinn sér rafdrifinni dælustöð, 30 KW.
Fyrirkomulag: Tvö þilför stafna á milli,
sjö vatnsþétt þverskipsþil undir neðra
þilfari, perustefni og gafllaga skutur,
hvalbakur fremst á efra þilfari, þilfars-
hús og brú aftan miðskips á efra þilfari.
Aðalmál:
Mesta lengd 53.60 m
Lengd milli lóðlína 45.84 m
Breidd (mótuð) 8.20 m
Dýpt að efra þilfari 6.45 m
Dýpt að neðra þilfari 4.20 m
Rými og stœrðir:
Eiginþyngd 759 1
Særými (0-fríborð) 1143 t
Lestarými (alls) 910 m3
Brennsluolíugeymar 71 m3
Ferskvatnsgeymar 42 m3
Stafnhylki (sjór) 33 m3
Mceling:
Rúmlestatala 427 Brl
Brúttótonnatala 639 BT
Rúmtala 1578.7 m3
Vélbúnaður
Aðalvél: Mak 8M-332, átta strokka
fjórgengisvél með forþjöppu og
eftirkælingu, 1500 KW (2040 hö)
við 900 sn/mín.
Gír- og skrúfubúnaður: Ulstein 600
AGSC-HT, niðurgírun 5.44:1, 4ra
blaða skrúfa, 2700 mm þvermál í
hring.
Ásrafall: Siemens 1FC6 406-4, 404 KW
(505 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz breyti-
legur snúningshraði 736-900
sn/mín (45-55Hz).
Deiligír: Hytek FGT 650/500-4HC með
úttök fyrir hliðarskrúfu-, vindu- og
kraftblakkardælur. Dælur eru tvær
Bruninghaus 732DZ breytilegar
stimpildælur fyrir hliðarskrúfur,
þrjár Voith (IPH 6/6/4-125/125/32,
IPH 6/6-125/125 og IPH 6/6/5
100/100/40) fyrir aðalvindu- og
kraftblakkarbúnað, ein Vickers
3525V38A21 fyrir hjálparvindur
framskips og ein Vickers
4525V60A21 fyrir fiskidælu.
Hjálparvélasamstœður: Ein Scania
Vabis DS-11, 128 KW (175 hö) við
1500 sn/mín, með ECC rafal, 104
KW (130 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz.
Ein Hatz 4L40C hafnarljósavél, 26
KW (35 hö) vib 1500 sn/mín, með
Stamford rafal, 22 KW (27.5 KVA),
3 x 380 V, 50 Hz.
Stýrisvél: Tenfjord 6M200/20M415,
tengd Ulstein HLR018 uggastýri.
Hliðarskrúfur: 2 x Ulstein 24 T, 240 ha
vökvadrifnar fastar skrúfur, ab
framan og aftan.
Rafkerfi: 3 x 380 V/220 V, 50 Hz.
SKIPIÐ NÚ - STUTT LÝSING
36 ÆGIR