Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1996, Qupperneq 15

Ægir - 01.07.1996, Qupperneq 15
Hef aldrei farið á mánudegi „Ég hef verið til sjós frá 1967 og ég hef aldrei farið á mánudegi. Ég tel mig nú samt ekki sérlega hjátrúarfullan og það væri gaman að prófa að fara á mánudegi einu sinni," segir Guðlaugur. Elliði er að mörgu leyti dæmigerður fyrir þá endurnýjun sem nú fer fram í íslenska nótaflotanum. Hann er smíð- aður í Noregi 1979 fyrir skoska útgerð í Peterhead og hefur verið í eigu þeirra þar til nú og bar nafnið Quantus. Skipið er 51 metri á lengd og 9 metrar á breidd og skráð 731 brl. Það er búið níu RSW sjókælitönkum og getur borið 900 tonn af bræðslufiski ókældum eða 750-800 tonn af sjókældum afla til manneldis. Skipið var lengt á síðasta ári og aðalvél- in er fjögurra ára B&W MAN Alpha 2.500 hestöfl. „Mér sýnist óhætt að vera með 10% kælingu á fiski sem á að fara í bræðslu. Það verður að koma í ljós hverjar kröf- urnar verða því þetta er nýtt fyrir marga aðila bæði til sjós og lands. Auðvitað eru þær úreldingarreglur sem gilda alveg hroðalega heimskuleg- ar. í kvótakerfi er heimskulegt að vera með flotastýringu og útgerðarmenn ættu bara að eiga það við sinn banka hvernig skip væri hagstæðast að kaupa í stað þess að greiða skatt í formi úreld- ingar." Lærði af Skotunum Skipið er búið til flottrollsveiða og tekur, að sögn Guðlaugs, aðeins 10 mín- útur að skipta yfir. Skotarnir notuðu jöfnum höndum troll og nót á makríl- veiðum sem skipið stundaði einkum. Þar var vaninn að vera með tvíburatroll sem ekki verður gert hér. Guðlaugur kynntist þessum vinnubrögðum þegar hann fór í byrjun janúar um borð í Quantus og fylgdist með veiðum Skot- anna. „Það var afar lærdómsríkt og ég vildi að ég hefði gefið mér tíma til þess að vera lengur. Það má margt hagnýtt læra af því að fylgjast með öðrum sjómönn- um að störfum og mér finnst að útgerð- ir ættu að styrkja starfsmenn sína til slíkra kynnisferða. Þama niðurfrá eru að mörgu leyti önnur viðhorf í gangi enda hráefnisverð miklu hærra en hér tíðkast fyrir bræðslufisk." Okkur finnst verðið alltaf of lágt Á síðustu loðnuvertíð var Guðlaugur skipstjóri á Keflvíkingi KE sem er aust- ur-þýskur 32 ára. Var þetta góð loðnu- vertíð frá sjónarhóli veiðimannsins? „Ég myndi segja að hún hafi verið þokkalega góð. Tíðarfarið var hagstætt, sérstaklega framan af, og mjög mikið magn af loðnu á ferðinni og þar af leið- andi mikil veiði. Vertíðin varð síðan endaslepp eftir brælukafla í byrjun mars." Keflvíkingur náði ekki að veiða þann kvóta sem Miðnes hf. ræður yfir. Aflinn sem Keflvíkingur bar að landi var um 18.000 tonn. En tilkoma þessa nýja skips gerir útgerðinni kleift að ná öllum þeim kvóta sem fyrirtækið á en Keflvík- ingur bar aðeins rúm 500 tonn þegar best lét. En hvernig fannst sjómönnum hrá- efnisverðið? „Okkur finnst verðið auðvitað alltaf of lágt. Við viljum helst sjá tengingu við heimsmarkaðsverð, að minnsta kosti einhverja markaðstengingu hér innan lands. Verðið var ágætt á bræðsluloðnu framan af eða 6-7.00 krónur á tonnið að jafnaði en hrapaði undir lok vertíð- arinnar og við stóðum t.d. frammi fyrir því að landa í skip fyrir 2.500 kr. pr. tonn eða sigla norður fyrir land úr Faxa- flóa og landa þar fyrir rúmar 4.000 krónur. Fyrir skip sem gekk jafnlítið og Keflvíkingur var þetta vonlaust og við á- kváðum að landa þar sem styst var að fara hvað sem verðinu leið." Sölusamtökin brugðust Guðlaugur segir að útkoman hjá Keflvíkingi úr frystingarloðnu hafi ekki verið eins og búist var við. Verðið hafi verið of lágt og ástæðan sé einfaldlega sú að í mörgum tilvikum séu útgerð og vinnsla á einni hendi. „Við höfðum í raun ekkert að segja. Þó þessi úrskurðarnefnd eigi að heita að störfum þá beitti hún sér ekkert fyrir okkur loðnusjómenn. Tíminn var stutt- ur og aðstæður erfiðar fyrir alla málsað- ila, hvort sem þeir eru útgerðarmenn „Maðurþarfað kunna vel á tœkin sem maður hefur í höndunum. Góð áhöfn, sem er tilbúin að taka á með skipstjóranum, er úrslitatriði en síðast en ekki síst þá þarfmaður að hafa þetta í sér og hafa krónískan áhuga á starfinu." eða sjómenn. Þetta er auðvitað ekki nógu gott. í framkvæmd gerði þetta sig þannig að útgerðin tilkynnti mönnum hvert verðið væri og svo var það ekkert til frekari umræðu. Hitt er svo annað mál að mér finnst stóru sölusamtökin hafa brugðist í þessu máli líka. ísland er eina landið sem get- ur útvegað frysta loðnu fyrir markaðinn og því ættum við að geta fengið hærra verð. Ég er hræddur um að þau hafi vegna samkeppni boðið verðið niður hvort fyrir öðru. Samkeppnin milli vinnslustöðva um frystingarloðnu hefur leitt til þess að mikill kostnaður við að koma upp að- stöðu til frystingar og vinnslu hefur or- sakað lægra hráefnisverð." Má segja að aðstæður til veiða á upp- sjávarfiski séu almennt góðar um þess- ar mundir þar sem loðnustofninn stendur vel, norsk-íslenska síldin er far- in að veiðast eftir þrjátíu ára hlé og far- ið er að ræða um kolmunnaveiðar á nýjan leik? „Það er margt sem kemur til greina og nú, þegar við erum t.d. með flottroll, þá hyggjumst við skoða möguleika okk- ar á kolmunna og makrílveiðum þegar síldveiðunum sleppir. Svo byrjar loðn- ÆGIR 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.