Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1996, Síða 22

Ægir - 01.07.1996, Síða 22
Loðnura n nsókn ir og veiðiráðgjöf 1995/1996 og 1996/1997 Sveinn Sveinbjörnsson 1. Vertíðin 1995/1996 1.1 Aflakvótinn á sumar- og haustvertíðinni 1995 Loðnan skammlífur fiskur. Aðeins tveir árgangar standa að veiði- og hrygningarstofninum ár hvert og þar af leiðandi fer stærð hans að mjög miklu leyti eftir stærð nýliðunar þessara tveggja árganga og vaxtarskil- yrðum. Sú vinnuregla hefur verið viðhöfð að ákveða fyrst veiðikvóta fyrir tímabilið júlí - nóvember. Ákvörðunin hefur til skamms tírna byggst á smáloðnumælingum í ágúst sumarið á undan. Nýtt líkan sem byggir á haust- mælingum og/eða vetrarmælingum á ársgamalli smá- loðnu og tveggja ára kynþroska- og ókynþroska loðnu var í fyrsta skipti notað við ákvörðun á upphafskvóta fyrir vertíðina 1992/1993. Veiðikvótinn á tímabilinu desember - apríl og þar með á vertíðinni allri hefur svo verið ákveðinn þegar tekist hefur að mæla stærð stofn- sins að hausti eða vetri. Haustið 1994 mældust um 119 milljarðar af ársgam- alli loðnu ( 1993 árgangur ) og í jan. - febr. 1995 mæld- ust 33.4 milljarðar 2ja ára fisks ( 1992 árgangur ). Þetta svaraði til þess samkvæmt nýja spálíkaninu að stærð veiðistofnsins yrði um 1.9 milljónir tonna við upphaf vertíðar 1995 og leyfilegur hámarksafli á allri vertíðinni 1995/1996 um 1200 þús. tonn miðað við venjulegar forsendur um 400 þús. tonna hrygningarstofn, náttúr- leg afföll og vaxtarskilyrði. Eðli málsins samkvæmt eru öryggismörk slíkra líkana fremur víð og í ljósi þess hef- ur verið talið rétt að takmarka upphafskvóta á vertíð við um 2/3 af útreiknuðum hámarksafla. Þess vegna lagði Hafrannsóknastofnunin til að upphafskvóti ver- tíðarinnar 1995/1996 yrði 800 þúsund tonn og að sú tillaga yrði endurskoðuð er stærð veiðistofnsins hefði verið mæld haustið 1995 og/eða veturinn 1996. Fisk- veiðinefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins samþykkti þessar tillögur og ákváðu stjórnvöld að eftir þeim skyldi farið. 2. Leiðangrar á vertíöinni 1995/1996 2.1 Haustmæling 1995 Á tímabilinu 29. október til 16. nóvember voru rann- sóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson við I.Tafla Fjöldi og þyngd loðnu eftir aldri í október / nóvember 1995. Aldur Meðal- þyngd (g) Fjöldi í milljörðum Þyngd þús. tonna 1994 1 3.7 165.0 608.1 1993 2 12.2 114.7 1394.6 1992 3 20.8 7.0 145.0 Samtals 1-3 7.5 286.7 2147.7 Þar af kynþr. 2-3 14.3 95.7 1366.1 loðnuleit og mælingar á stærð loðnustofnsins. Að venju hófst leit úti af Vestfjörðum og þaðan var leitað austur með Norðurlandi allt til Austfjarða. Ekki var hægt að fullkanna Grænlandssund og austurhluta grænlenska landgrunnsins fyrir ís en loðnu varð vart í nálægð við ísröndina. Veður var óvenju hagstætt og dreifing loðn- unnar og hegðun var talin mjög heppileg til mælinga. Leiðarlínur og togstöðvar skipanna eru sýndar á 1. mynd. Samfelldar lóðningar voru yfir landgrunninu utanverðu frá Grænlandssundi (66° N og 28° V) að Glettinganesi (65° 30' N og 11° V) en þéttastar voru þær 1. mynd. Leiðarlínur og togstöðvar í okt. - nðv. 1995. 22 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.