Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1996, Qupperneq 23

Ægir - 01.07.1996, Qupperneq 23
úti af vestanverðu Norður- og Norðausturlandi frá Hala að Kolbeinseyjarhrygg og frá Langanesi suður á móts við Glettinganes. Nánast engrar loðnu varð vart norðan 68° N. Lóðningarnar voru samfelldar dreifarlóðningar, misþéttar, en ekki fundust neinar torfur. Á öllu svæðinu var mikið af ársgamalli smáloðnu af árgangi 1994 og fannst kynþroska loðnan á blettum innan um hana einkum við landgrunnsbrún NV og NA af landinu og djúpt úti af Norðurlandi vestra. Uppi á kantinum fyrir Norðausturlandi var einnig talsvert af smáloðnu. Dreifing loðnunnar var því með svipuðum hætti og undanfarin þrjú haust. Útbreiðsla og hlutfallsleg mergð loðnunnar í október/nóvember 1995 er sýnd á 2. mynd og fjöldi og þyngd eftir aldri kemur fram í 1. töflu. Alls mældust því um 2 milljónir eitt hundrað og fimmtíu þúsund tonn af loðnu eða 287 milljarðar fiska. Þar af mældust 1366 þús. tonn af kynþroska loðnu (96 milljarðar fiska) og um 780 þús. tonn af ókynþroska loðnu (191 milljarður fiska). Um 161 milljarðar fiska mældust af ókynþroska eins árs loðnu sem er með því mesta sem mælst hefur frá upphafi mælinga. Enda þótt veður, dreifing loðnunnar og hegðun væru hagstæð til mælinga var erfitt að meta af nákvæmni hlutfallið milli stór- og smáloðnu og getur það hugsan- lega hafa valdið einhverri skekkju í mati á stærð veiði- stofnsins annars vegar og fjölda ókynþroska smáloðnu hins vegar. Meðalþyngd kynþroska fisksins var undir meðallagi og kynþroskalengd var nokkru minni en venjulegt er. Hlutfall eldri árgangs (þriggja ára fisks) var, eins og í mælingum undanfarin haust, miklu lægra en búist var við eða um 7%. Búist hafði verið við að þetta hlutfall yrði a.m.k. 15 % og var það byggt á mati á fjölda 2ja ára ókynþroska loðnu haustið 1994. Það var því talið líklegt að eitthvað hafi vantað af stórri loðnu í mælinguna og að sú loðna hafi ekki verið aðgengileg rannsóknaskipunum er mælingarnar voru gerðar. Eins og fram hefur komið mældust alls um 1366 þús. tonn 2. mynd. Útbreiðsla og hlutfallsleg mergð loðnu í okt. - nóv. 1995. af fullorðinni kynþroska loðnu. Þetta svaraði til þess að veiða mætti 1007 þúsund tonn til viðbótar við það sem þegar var búið að veiða (140 þús. tonn) eða að leyfileg- ur hámarksafli á vertíðinni allri mætti vera um 1150 þús. tonn miðað við venjulegar forsendur um náttúr- leg afföll, þyngdaraukningu og 400 þús. tonna hrygn- ingu í vertíðarlok. Á 3. mynd er sýndur sjávarhiti á 20 m dýpi. Það sem einkenndi sjávarástandið í október - nóvember 1995 var að nokkurt innstreymi hlýsjávar var norður fyrir land og fyrir Norðurlandi gætti áhrifa þess austur fyrir Langanes. Greinilega var sjávarástand í miklum bata miðað við þann mikla kulda sem einkenndi ástand sjávar við ísland vorið og sumarið 1995. Þar sem haustmæling á loðnustofninum þótti takast vel að þessu sinni og niðurstöðurnar voru mjög nálægt því sem spáð hafði verið (um 1200 þús. tonna leyfileg- um hámarksafla á vertíðinni 1995/1996) var ekki talin þörf á annarri mælingu í janúar 1996. Einnig réði óneit- anlega miklu í þessari ákvörðun að engar líkur voru taldar á því að veiða mætti allan kvótann sem úthlutað hafði verið og því væri ekki þörf á annarri mælingu jafnvel þótt stærðar- og aldursdreifing loðnunnar í mælingunni benti til þess að eitthvað vantaði í hana. 3. Veiðarnar á vertíðinni 1995/1996 Loðnuveiðar íslensku skipanna á sumarvertíð 1995 gengu illa. Þær hófust fyrir vestanverðu Norðurlandi og norður af Vestfjörðum í byrjun júlí. Norðmenn hófu veið- ar djúpt úti af Langanesi á svipuðum tíma en er aflinn tregaðist færðu þeir sig á svæði norður af Melrakkasléttu. Mikið var af smáloðnu á veiðisvæðunum í júlí og var stórum svæðum lokað af þeim sökum innan íslensku lögsögunnar. Þetta leiddi til þess að veiðar stöðvuðust þar sem engin veiðanleg loðna fannst annars staðar. Ekkert fannst heldur seinni hluta ágúst og september eftir að lokuninni hafði verið aflétt. Veiðar hófust aftur í ÆGIR 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.