Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1996, Page 24

Ægir - 01.07.1996, Page 24
október á svæðinu norður af Vestfjörð- um en smáloðna á veiðislóð var enn til vandræða fram til áramóta og veiði léleg. Heildaraflinn á sumar- og haustver- tíðinni varð um 206 þús. tonn og varð hlutur íslendinga um 176 þús. tonn. Eftir áramótin fundu veiðiskipin mikið af loðnu úti af sunnanverðum Austfjörðum en hún var mjög dreifð. Alls veiddust tæp 40 þús. tonn í janúar og fékkst sá afli að verulegu leyti í flotvörpu en nokkur skip reyndu fyrir sér með slíkar veiðar. Það var ekki fyrr en um 10. febrúar að loðnan gekk upp að Suðausturlandi og veiðar í nót hófust af krafti. Veiðin var afar góð allan febrúar en í mars gerði óveðurskafla sem varð til þess að mun minna fékkst en annars hefði orðið. Þrátt fyrir þar varð metveiði á vetrarvertíðinni og fengu íslensku skipin 707.9 þús. tonn og erlend skip 15.7 þús. tonn. Heildaraflinn á allri vertíðinni 1995/1996 varð um 930 þús. tonn og þar af var afli íslendinga um 883 þús. tonn. Það voru því eftir um 220 þús. tonn af loðnukvótanum sem ekki náðust. Reynslan hefur sýnt að aldursskipting aflans á vetrar- vertíð endurspeglar mjög vel aldursdreifingu kynþroska hluta loðnustofnsins. Hlutur eldri árgangs loðnu í afla á vetrarvertíðinni 1996 var um 21% eða tvöfalt meiri en mældist haustið 1995. Það er því augljóst að veiði- stofninn var allt að 300-350 þús. tonnum stærri en haustmælingin 1995 gaf til kynna er hún var gerð. Þar af leiðandi hafa um 900 þús. tonn af loðnu hrygnt við suður- og vesturströndina vorið 1996. 4. Vertíðin 1996/1997 4.1 Mælingar á ókynþroska loðnu Síðan 1970 hafa verið gerðar árlegar kannanir í ágúst á fjölda og útbreiðslu seiða á íslandsmiðum, þar með talið loðnuseiða. Varðandi loðnuna virðist ekki vera marktækt samband milli stærðar seiðaárganga og stærðar sömu árganga í veiðistofni síðar. Það er þó augljóst, að einhvern lágmarksfjölda af seiðum þarf til að mynda góðan árgang. Seiðaárgangurinn frá 1994 var mjög góður, en á honum mun loðnuvertíðin 1996/1997 að verulegu leyti byggjast. Fyrstu raunverulegu vísbendingarnar um árgangastærð hafa því komið frá mælingum á ókynþroska ársgamalli loðnu sem gerðar eru í seiðaleiðöngrunum í ágúst svo og í mælingaleiðöngrum á loðnu á haustin (októ- ber/nóvember). 4.2 Spá um stærð viðistofns 1996/97 og tillögur um hámarksafla Eins og áður sagði mun næsta loðnuvertíð aðallega byggjast á kynþroska hluta árgangs- ins frá 1994 en einnig á þeim hluta árgangsins frá 1993 sem ekki varð kynþroska og hrygndi vorið 1996. í seiðaleiðangrinum í ágúst 1995 mældist fjöldi ársgamallar loðnu 189 milljarðar og um haustið mældust 161 milljarður af ársgamalli ókyn- þroska loðnu. Þetta er það næst- mesta sem mælst hefur af ársgamalli loðnu hvort heldur er í ágúst eða í haustmælingu. Þegar reiknað hefur verið með hlutdeild 1993 árgangsins svarar þetta til þess, samkvæmt því spálíkani sem notað er til að spá fyrir um stærð veiðistofnsins, að hann verði 2.35 milljónir tonna 1. ágúst 1996 og leyfilegur hámarksafli á vertíðinni 1996/1997 gæti orðið um 1635 þús. tonn miðað við venjulegar forsendur um 400 þús. tonna hrygningarstofn, náttúrleg afföll og vaxtarskilyrði. Eins og áður sagði eru öryggismörk slíkra líkana nokkuð víð. Um- hverfisaðstæður, fæðuframboð, samkeppni um fæðu, stærð árganga og stærð þeirra ránfiska-, fugla- og hvalastofna sem á loðnunni lifa hafa áhrif á kynþroskahlutfall, vöxt og náttúrleg afföll. Þess vegna verður að sýna vissa aðgát og leggur því Hafrann- sóknastofnunin til að hámarksafli á vertíðinni 1996/1997 verði takmarkaður við um 2/3 af útreikn- uðum hámarksafla eða 1100 þús. tonn, þar til stærð stofnsins hefur verið mæld haustið 1996 og/eða veturinn 1997. Hafrannsóknastofnunin leggur enn fremur til að við upphaf sumarvertíðar 1996 verði svæðið milli 66°45' N frá 19° V að austan og vestur að línu milli 67°45' N, 22° V og 66° N, 27° V lokað fyrir loðnuveiðum til verndunar ókynþroska smáloðnu. Hafrannsóknastofnunin mun að venju kanna loðnugengd á þessum slóðum í ágúst og október og að þeim könnunum loknum ætti að vera hægt að ákvarða nánar hvernig haga beri slíkum svæðislokunum ef ástæða þykir til. 4.3 Horfur á sumar- og haustvertíð 1997 Lítið er hægt að segja um ástand veiðistofnsins 1997/1998. Þá munu veiðarnar byggjast á 1995 árganginum að miklu leyti og þeim hluta 1994 árgangsins sem ekki hrygndi vorið 1997. Fremur lítið var af loðnuseiðum í ágúst 1995 og seiðin voru smá. Ef árgangurinn frá 1994 reynist jafn stór og fyrstu upplýsingar benda til má gera ráð fyrir að meira verði af þriggja/fjögurra ára loðnu á vertíðinni 1997/1998 en venjulegt er. Reynslan hefur þó sýnt að talning á loðnuseiðum hefur lítið spágildi og sama má raunar segja um mælingar á ársgamalli loðnu þegar horft er tvö ár fram í tímann. □ Loðnan er skammlífur fiskur. Aðeins tveir árgangar standa að veiði og hrygningarstofninum ár hvert og þar af leiö- andi fer stærð hans að mjög miklu leyti eftir stærð nýliðunar þessara tveggja árganga og vaxtarskiiyrðum. 24 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.