Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.1996, Qupperneq 37

Ægir - 01.07.1996, Qupperneq 37
10. mynd. Þorskur, meðalfjöldi í togi árið 1995. 10-50 | 50-200 200-400 > 400 ■ 11. mynd. Ljósátan Meganyctiphanes norvegica (náttlampi) árið 1995. dýrin voru um 20% árin 1988 og 1989 en aðeins 11,4% árið 1995. Hlutfall kvendýra á Halanum var mishátt eða 15,8-39,7% og hæst árið 1993. Hlutfall kvendýra á Rauða torginu hefur aukist á síðustu árum úr 11,2% árið 1989 í 27,4% árið 1994 og 26,4% 1995. Aukaafli í aðaltroll Aukaafli var einkum grálúða og smákarfi. Lítið hefur fengist af þorski. Fiskurinn var allur talinn. Karfi, grálúða og þorskur voru mæld, en auk þess voru þorskurinn og grálúðan kvörnuð. Þannig nýtist t. d. grálúðan við athug- anir á þeim hluta grálúðustofnsins sem er fyrir norðan og austan land á sumrin. Auk þessara fiska sem hér er getið fengust mjóri, skrápflúra, gaddþvari, isrækja og ljósáta. Hér verður aðeins gerð grein fyrir fisktegundunum gull- karfa, grálúðu og þorski. Á 8. mynd er sýnd útbreiðsla gullkarfa á árið 1995. Svo sem sjá má var mest af gullkarfa við Sporðagrunn og í Skagafjarðardýpi. Á árunum 1988-1994 var karfinn mjög þéttur á mjög litlum svæðum við Kolbeinsey og við Sporðagrunn og var þar að meðaltali 496 stk. og 283 stk. að meðaltali á smáreitunum 719c og 670a. Árið 1995 var miklu minna af gullkarfa en áður og mest á einum smá- reit á Norðurkanti, 138 stk. í togi. Gullkarfinn var nær alltaf smár. Mjög lítið var af grálúðu árið 1995 miðað við árin áður. Þannig voru hvergi fleiri en 30 stk. í togi og oftast ekki fleiri en 10 stk. í togi (9. mynd). Á árunum 1988-1994 voru hins vegar milli 10 og 30 stk. í haii töluvert algengt við Sporðagrunn, á Norðurkanti og við Kolbeinsey. Yfirleitt fékkst enginn þorskur. Það litla sem fékkst var helst næst landi, sjá 10. mynd, en þar fékkst einn og einn þorskur. Eins og áður fékkst þó dálítið af þorski í Djúpál og á Hala. Ljósáta í skjóðu Ýmis dýr fengust í skjóðuna sem fest er aftast á troll- ið. Skjóðan er smáriðin (6 mm möskvastærð) og kemur aflinn í hana úr aðaltrollinu. Áður er getið ungrækjunn- ar sem er aðalaflinn. Einnig kemur mismikið af ljósátu, ögnum og marflóm auk annarra dýra. Hér verður að- eins gerð grein fyrir útbreiðslu ljósátutegundanna nátt- lampa (Meganyctiphanes norvegica) og augnsílis (Thysanoessa inermis). Ekki var reynt að greina Thysa- noessa í tegundir en talið að hér væri aðallega um augnsíli að ræða. Samkvæmt Ólafi Ástþórssyni og Ást- þór Gíslasyni (1994) er tvær Thysanoessa tegundir að finna á landgrunninu allt í kringum landið, augnsíli og kríli (T. longicaudata). Telja má sennilegt að einhver hluti af því sem hér er kallað augnsíli sé kríli (Ólafur Ástþórsson, persónulegar upplýsingar). Á 11. mynd sést að náttlampi er þéttastur á litlum svæðum við Sporða- grunn og í Eyjafjarðarál. Jöfnust og mest er útbreiðslan þó á Norðurkanti og við Kolbeinsey. Nokkuð er einnig við Grímsey og við Norðausturland. Náttlampi fæst einnig í dálitlum mæli í Djúpál og eins er dálítil dreif fyrir austan land á Rauða torginu. Það er eftirtektarvert að útbreiðsla augnsílis er mjög ólík útbreiðslu náttlampa. Þannig er augnsíli mjög þétt á stóru svæði í Héraðsdjúpi. Töluvert er einnig um augnsíli í Bakkaflóadjúpi, en það er varla finnanlegt vestan Gríms- eyjarsvæðis. Augnsíli finnst í dálitlu magni sunnan Gríms- eyjar. Loks finnast bæði augnsíli og náttlampi við Norð- austurland og þar skarast útbreiðslan. Segja má að augn- síli finnist varla vestan Grímseyjasvæðisins ef frá er talið smásvæði í Skagfjarðardýpi (12. mynd). Niðurlagsorð um stofnmælingu rækju Unnt er að túlka stofnvísitölur rækju síðustu 8 árin á tvennan hátt. í fyrsta lagi mætti líta svo á að stofninn hafi ÆGIR 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.