Ægir - 01.07.1996, Page 44
Séð fram togdekk skipsins. Nýjar vindur.
Kapal- og útdráttarvinda á toggáigapalli. Vaktklefi í vélarúmi var stœkkaöur og
endurbcettur.
eru því setustofur núna fyrir reyklausa
og reykingamenn. Hlífðarfatageymsla er
færð til í sambandi við stækkun á setu-
stofu og er í rými þar sem áður var pláss
fyrir frystitæki. Innrétting í stýrishúsi er
ný.
Vinnslurými, lestarbúnaður
Fiskmóttaka var stækkuð og botn
hennar dýpkaður og þar komið fyrir færi-
böndum sem færa fiskinn fram í móttök-
unni. Bætt er við annarri fiskilúgu fram-
an við þá gömlu. Þessar breytingar eru
líkar og gerðar voru á Engey RE 1. Lestar-
rýmið stækkar sem nemur lengingu og
gengið frá einangrun og klæðningu í
samræmi við eldri búnað. Eitt færiband
er í lest. Einnig komið fyrir lúgu á efra
dekki (togdekki) og þjónar hún aðgengi
að vinnslusal þar sem lestarlúgurnar eru
nú staðsettar s.b.-megin framarlega á
skipinu. Vinnslubúnaðurinn er sá sami
og var. Helstu breytingar á vinnsludekki
eru að frystar sem áður voru langs eftir
skipinu eru nú þversum og vagnar eru
framan og aftan við frystana. Við það
eykst rými við pökkunarborð, pökkunar-
borðið er nýtt svo og bindivél og búnað-
ur í kringum hana.
Vindubúnaður, losunarbúnaður
Vindubúnaðurinn er nær alveg eins
og var settur í Engey RE 1. Vindubúnað-
urinn er frá Ulstein Brattvaag A.S. Tog-
vindurnar eru gerð D2M 6300 og eru
staðsettar miðskips s.b.- og b.b.-megin.
Grandaravindur eru fjórar fremst á tog-
dekki gerð DM 4185.
Gilsavindur eru tvær, til hliðar við
grandaraspil, gerð DMM 2202. Flot-
vörpuvinda er staðsett aftan við brú á
bakkadekki gerð NEM 6303C. Pokalos-
unarvinda er af gerð DMM 4185, út-
dráttarvinda er af gerð DMM 2202 og
kapalvinda af gerð UM 2202.
Dekkkrani frá Palfinger er s.b.-megin
framan við togspil á framlengdu bakka-
þilfari.
Óskum útgerð og áhöfn á
Snorra Sturlusyni RE 219
til hamingju
með breytingarnar
= HÉÐINN =
SMIÐJA
STÓRÁSI 6 » GARÐABÆ « SÍMI 565 2000 » FAX 565 2570
Hönnun • smíði • viðgerðir • þjónusta
Óska eigendum og áhöfn
til hamingju með
breytingarnar
• Hönnun »01000 •Eftirlit
• Fíbergólfgrindur á
vinnsludekk
i
Furuvellir 13» 600 Akureyri
Sími 462 7740 • Fax 462 7340
Snorri Sturluson RE 219
44 ÆGIR