Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1996, Page 48

Ægir - 01.07.1996, Page 48
Tæknideild Fiskifélags íslands Mánudaginn 8. júlí sl. kom vöruflutningaskipið Brúarfoss til Reykjavíkur. Skipið var afhent þann 21. júní frá skipasmíðastöð- inni Stocznia Szczecinska S./l. í Stettin í Pólandi, smíðanúmer B- 183-111/5. Skipið hélt beint í áœtlunarsiglingu frá afhendingu. í skipasmíðastöðinni var lagður kjölur að skipinu 26. febríiar 1996 en þessi skiþsgerð er í fjöldaframleiðslu og hönnuð hjá skipasmíða- stöðinni. Eimskipafélag íslands lét síðast smíða fyrir sig nýtt skip, Mánafoss, og var það afhent í maí 1971. Dettifoss, Goðafoss og Mánafoss voru systurskip, smíðuð í Álaborg í Danmörku. Brúarfoss er nútíma vöruflutningaskip, sérstaklega útbúið til gámaflutninga. Skipið tekur 1.012 TEU, 334 á lest og 678 á dekk. TEU er alþjóðleg eining fyrirgáma, ein TEU er 20 feta langur gám- ur. Skipið getur flutt yfir 200 kœli/frystigáma. Skipið er vel útbúið til gámaflutninga með margs konar búnað. Sem dœmi má nefna öflugar sjódœlur sem dcela eiga milli tanka þegar verið er að losa eða lesta skipið. Með því er haegt að hafa skipið sem naest rétt þann tíma sem mismunandi þungi er í skipinu. Aðalvélin er frá Cegielski Man B&W, smíðað í Pólandi, og er af krosshausgerð. Vélin er með hagkvaeman eyðslustuðul, 172 gr/KW klst (126.5 gr/hakst) og brennir svartolíu 380 cst 50°C. Við aðalvélina er skiptiskrúfa og einnig ásrafall. Ásrafalinn er hœgt að keyra á tveimur snúningshröðum á vél, 115 sn/mín og 135 sn/mín, en mesta afl frá aðalvél er 6.930 KW (9.422 hö) á 140 sn/mín. Skipið er útbúið með nútíma lokuðum plastbjörgunarbát sem er staðsettur aftast á skipinu íþar til gerðu sceti og tilbúinn til sjó- setningar beint aftur. Skipið er útbúið með loftkœli og loftrcesti- búnað. í reynslusiglingu gekk skipið 18,2 sjómílur á klst. Brúar- foss er í eigu Eimskipafélags íslands hf. í Reykjavík. Skipstjóri er Engilbert Engilbertsson og yfirvélstjóri er Jón Valdimarsson. For- stjóri Eimskipafélagsins er Hörður Sigurgestsson. Almenn lýsing Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Germanisher Lloyd's í flokki * 100 A5E "G" Container ship * MC E AUT. Skipið er nútíma gámaflutningaskip með fjórar lestar, perustefni og bógskrúfu, vélarúm, íbúðir og stýrishús aftan til. íbúðabygging er á sjö hæðum en á fyrsta hæð er eld- hús, borðsalií, setustofur og skrifstofur. Á efri hæðum eru i- búðir fyrir áhöfn og farþega með stýrishús á sjöundu hæð. Á þriðju hæð er sundlaug. Skipið er með fimm vatnsþétt þverskilrúm, botntanka, síðutanka, skut- og stafntanka sem rúma eldsneytisolíu, ferskvatn og sjó. Fremst er stafnhylki síð- an bógskrúfurými, lestar, vélarúm, þvottahús, matvælageymsl- ur, stýrisvélarúm og skuthylki. í vélarúmi er rúmgóður vakt- klefi, lokað rými fyrir ljósavélar og vel útbúið verkstæði. Á fyrstu hæð er m.a. skrifstofa fyrir skipstjórnarmenn, og þar er hægt að stjórna sjódælingu í og úr og á milli sjótanka. Skipið er með tvo öfluga krana frá McGregor Hágglunds sem lyfta 39 tonnum í 26,4 m. Skipið er með rafdrifnar vindur fyrir land- festitóg og eru vindurnar með sjálfvirkum strekkibúnaði. 48 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.