Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1996, Side 51

Ægir - 01.07.1996, Side 51
bómu 26,4 m. Aftast eru fjórar sjálfstrekkjandi landfestavind- ur. Allar landfestavindur eru með um 8 kN (800 kg) togkraft. Björgunarbúnaður er lokaður 32 manna plastbjörgunarbát- ur með loftkældri dieselvél. Sleppibúnaðurinn er þannig að báturinn fellur frá skipinu og niður í sjó í fríu falli. Einnig er útbúnaður (krani) til að sjósetja og hífa björgunarbátinn um borð í skipið. Einnig eru fjórir 16 manna gúmmíbjörgunar- bátar. Einnig er dekkkrani ætlaður til að taka kost og annað tengt mannskap um borð. Rafkerfi skipsins er 3 x 380 V, 50 Hz. Ásrafall er við aðalvél, þrjár hjálparvélar og ein neyðarvél. Tveir 100 KVA spennu- breytar eru fyrir 220 V kerfið auk þess er 40 KVA spennubreyt- ir við neyðarvél. í skipinu er landtengibúnaður 3 x 380 V, 300 Amp. í stýrishúsi eru: Tvær Arpa ratsjár frá Sperry, sjálfstýring og gyróáttaviti frá Anschútz Kiel, vegmælir frá Sperry, talstöð frá Scanti, örbylgjutalstöðvar frá Skanti, Inmarsat B og C frá Scanti-Trane&Trane, veðurkortamóttakari frá Debeg, veður- skeytamóttakari frá Alden, staðarákvörðunartæki frá Magna- vox G.P.S., kallkerfi frá Amplidan, símakerfi frá Telos, eld- varnakerfi frá Deckma, neyðarmóttakari frá Skanti, þakátta- viti og neyðartalstöðvar. Akurfell ehf. selur sjókælikerfi í Hólmaborg Ákveðið hefur verið að kaupa sjókælikerfi RSW frá TEKNOTHERM a/s í Hólmaborg SU 11 sem sett verður í skipið í Póllandi í haust þegar Hólmaborgin verður lengd. Kerfið verður mjög stórt eða 1.5 mil. kcal pr. klst. og kæli- miðillinn verður ammóníak NH3. Allar sjólagnir verða úr plasti og það er fyrirtækið ALKAB í Esbjerg sem sér um uppsetningu á þeim. Akurfell er einnig umboðsaðili fyrir MMC vakúmdælur en nær öll notuðu nótaskipin sem keypt hafa verið til landsins á fyrrihluta þessa árs hafa verið með MMC vakúmdælur um borð. Akurfell hf. og Netanaust sem hafa mjög náið samstarf flytja um mánaðamótin júlí/ágúst í nýtt húsnæði í Súðar- vogi 7. Allir stóru fískarnir verða þar! ISLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN er haldin á þriggja ára fresti fyrir alla sem eru tengdir fiskveiðum og fiskvinnslu. Á sýningunni má finna allt milli himins og jarðar um fiskileit, fiskveiðar, vinnslu og pökkun. Þar verður lögð áhersla á nýjungar f sjávarútvegi frá öllum heimshornum. Á síðustu sýningu, árið 1993, komu yfir 12.000 gestir frá 28 löndum og 519 sýnendur frá 24 löndum staðfesta árangur sem vænta má af ÍSLENSKU SJÁ VARÚTVEGSSÝNINGUNNI. - Verður þú íReykjavik i september 1996? Frekari upplýsingar fyrir þátttakendur í þessari áhugaverðu sýningu veita Patricia Foster og Marianne Rasmussen, hjá: Nexus Media Limited, Top Floor, 84 Kew Road, Richmond, SurreyTW9 2PQ, UK. Sími +44 • 181 - 332 9273 • Brétsími +44 - 181 - 332 9335. EIMSKIP OFROALFREIGHrCARRER X NEXUS ICELANDAIR i MEDI* IIMITED OFFICIAL CARRIER * ICELANDIC FISHERIES EXHIBITION 18-21 September 1996 Liiufiimlalsliöll, Rcykjovk, lcehnul ÆGIR 51

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.