Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 57

Ægir - 01.07.1996, Blaðsíða 57
varað er við afleiðingum eyðingar ósónlagsins. í vin- sælli bók: Earth in Balance: Ecology and the Human Spirit, eftir A1 Gore núverandi varaforseta Bandaríkj- anna, er sagt að meðal afleiðinga ósóneyðingar séu blindar kanínur og sauðkindur í Patagóníu og jafnvel fiskur á sömu slóðum. Þar sem Patagónía er syðst í Suður-Ameríku, ekki langt frá Suðurskautslandinu þar sem ósónlagið er þynnst, fannst fólki þetta mjög trúlegt. Ekkert af þessu reyndist þó rétt, þ.e. ekki tókst að sýna fram á tengsl milli um- ræddra fyrirbæra og aukinnar útfjólublárrar geislunar. „Það er fátt til af gögnum um áhrif ósóneyðingar/' seg- ir Michael Oppenheimer. „Engin veit hver aukning út- fjólublárrar geislunar hefur verið. Við getum í besta falli sagt að líklegt sé að hún hafi aukist á sumum svæðum." Ein útbreiddasta kenning sem tengd er ósóneyðingu er að mikil aukning húðkrabbameins eigi rætur sínar að rekja til aukinnar útfjólublárrar geislunar vegna minna ósóns. Tíðni þessa sjúkdóms hefur aukist jafnt og þétt alla öldina og verður ekki séð að nein tengsl séu milli þess og eyðingar ósónlagsins. í Bandaríkjunum er tíðni húðkrabba nú átta sinnum meiri en fyrir 30 árum. Vegna þess að umhverfisáhrif koma í ljós á löngum tíma má telja líklegt að flestir þeir sem eiga eftir að fá húðkrabba á næstu árum hafi fengið of stóran skammt af sól löngu áður en klórflúrorkolefni fóru að eyða ósónlaginu. Faraldsfræðingar eru sammála um að breyttur lífsstíll, þynnri fatnaður, aukin sólböð, meiri frítími sem oft er eytt á sólríkum stöðum o.s.frv. hafi mest áhrif á aukið nýgengi húðkrabba. Áhrif á plöntur og þörunga Ray Smith sem starfar við Kaliforníuháskóla hefur rannsakað ástand örvera í sjónum við Suðurskautsland- ið og hefur sett fram kenningu um að meðan gatið á ósónlaginu er opið dragi úr vexti svifs um 6-12%. Þetta er eina kenningin um áhrif ósóneyðingar sem studd er vísindalegum rökum. Sumir gagnrýna þó kenningar hans og benda á að rannsóknir á svifinu hafi ekki byrj- að fyrr en ósóneyðing var hafin og þar með skorti sam- anburð og segja að væru svif og þörungar mjög við- kvæm fyrir útfjólublárri geislun mundi gat á ósónlag- inu útrýma þeim. Deneb Karentz, sem starfar við San Francisco-háskóla, hefur einnig unnið við rannsóknir á Suðurskautslandinu og bent á að nær allar sjávarlífver- ur geta varið sig fyrir aukningu útfjólublárrar geislunar með sérstöku efni sem drekkur í sig UV-B geisla. Þetta náttúrlega efni er svo áhrifaríkt að ástralskt fyrirtæki hyggst reyna að vinna úr því sólaráburð fyrir fólk. Grasafræðingar þekkja vel að plöntur á landi inni- halda efni sem heitir flavenoid og ver þær fyrir útfjólu- bláum geislum sólarinnar. Margar plöntur geta brugðist mjög skjótt við og aukið innihald efnisins í blöðum sín- um og breytt því eftir sólarhæð. Áhrif mjög aukinnar útfjólublárrar geislunar á plönt- ur eru lítið þekkt en við Maryland-háskóla er unnið að rannsóknum á því sérstaklega. Þar hafa margar tegund- ir plantna og trjáa verið ræktaðar undir lömpum sem auka útfjólubláa geisla um 50%. Það er margfalt meira en ætlað er að verði í andrúmsloftinu um aldamót þeg- ar ósóneyðingin er talin ná hámarki. Tveir þriðju hinna 50 tegunda sem prófaðar hafa verið sýndu minni af- rakstur og sumar misstu fjórðung vaxtar. Aðrar sýndu engin viðbrögð og dæmi voru um að vöxtur ykist. Ým- islegt bendir til að mjög aukin útfjólublá geislun hafi mjög slæm áhrif á trjávöxt og muni með tímanum drepa trén. „Á heiidina litið get ég ekki verið annað en bjart- sýnn," segir Oppenheimer. „Mér sýnist að Montreal- sáttmálinn muni leysa vandann áður en hann verður óviðráðanlegur." - Þessi grein er eftir amerískan blaðamann, Boyce Rensberger. Hún birtist í Washington Post vorið 1993 og ári síðar fékk Rens- berger verðlaun Amerísku vísindasamtakanna fyrir hana en verðlaunin eru árlega veitt blaðamönnum sem efla framgang vísindahyggju með skrifum sínum. Páll Ásgeir Ásgeirsson þýddi og stytti úr tímaritinu Sceptical Inquirer. ÆGIR 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.