Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1996, Síða 61

Ægir - 01.07.1996, Síða 61
 ’JOXSSO Friðrik A. Jónsson rek- ur fullkomna viðgerð- arþjónustu með 5 tceknimönnum en alls starfa 9 manns hjá fyr- irtækinu. Simrad framleiðir einnig þráðlaust höfuðlínukerfi ITI sem hefur það framyfir önnur slík kerfi að öllum nemum er hægt að stjórna frá brú, t.d. ákveða hvert ört nemarnir senda upplýsingar, slökkva á nemum og einnig er hægt að tengja ITI kerfið við GPS staðsetningartæki og við það gefst möguleiki á að fá feril t.d. höf- uðlínustykkisins á plotter ásamt ferli skipsins. Staðsetningartæki Fyrir nokkrum árum keypti Simrad fyrirtækin Shipmate í Danmörku, sem framleiðir m.a. staðsetningartæki og talstöðvar, og Robertsson í Noregi sem framleiðir sjálfstýringar og gíró- áttavita. Einnig hefur Simrad látið framleiða fyrir sig ratsjár undir eigin nafni. Ein slík er að líta dagsins ljós en það er Simrad/Anritzu RA772 LCD 24 mílna ratsjá fyrir minni báta. Próf- anir hafa gefið betri niðurstöðu en vænst var, en verð tækisins verður um 155 þúsund krónur án vsk. og verður að teljast mjög hagstætt fyrir þessa gerð af ratsjá sem er fyrirferðar- lítil og notendavæn. Friðrik A. Jónsson selur ekki ein- göngu tæki frá Simrad því fyrirtækið selur einnig Ijósbúnað frá Norselight, m.a. 1.000 w Xenon-ískastara fjar- stýrða með fókusstillingu, og er verð þeirra aðeins 700 þúsund án vsk. Einnig selur fyrirtækið skipsskrúf- ur, skrúfuhringi, þverskrúfur, stýris- vélar, kælibúnað og blöðkustýri frá Promac, kallkerfi frá Vingtor og loft- tæmidælur frá Tendos ásamt ýmsu fleiru. □ L Ný FLO-ICE vél í Arnari HU HIOGUCT • FL0-ICE M IXRECT COKTACT SCRAPE0 KEAT.IXCHAMn „Þessi nýja ísvél hefur reynst alveg framúrskarandi vel, gengur eins og klukka og framleiðslan jöfn og góð,‘‘ sagði Adolf Bernd- sen vélstjóri á Arnari HU um nýju FLO-ICE ísvélina sem þar er um borð. Vélin, sem er framleidd í Hollandi en flutt inn og sett upp af Kælitækni hf., framleiðir dælanlegan ís úr sjó éða saltvatni í varma- skipti. Hér er um að ræða ísblöndu með litlum kristöllum sem hægt er að dæla í geymslutanka eða beint á neyslu- staðina. „Þetta er geysilega öflug kæling sem fæst með þessu móti og langtum betri en með hefðbundnum ferskvatns- ís," sagði Ingvar Kristinsson sölustjóri Kælitækni en hann telur að bæði frystitogarar og nótaskip hafi þörf fyrir ís- véiar af þessu tagi. Um borð í Arnari er ísblandan notuð til að kæla niður fisk í móttöku og kerum áður en hann fer í vinnslu. ís hefur mjög mikla kæligetu og t.d. geta 100 kg af ísblöndu eins og þessari kælt 1.000 kg af fiski úr 10 gráðum niður í 0 gráður á skömmum tíma. FLO-ICE ísvél- arnar eru framleiddar í mörgum stærðum. Einn íseimir fram- leiðir 2.5 tonn á sólarhring en ný gerð eima er að koma á markaðinn frá FLO-ICE sem framleiðir allt að 50 tonn á sól- arhring. ÆGIR 61

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.