Ægir - 01.01.1998, Page 5
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Bjarni Kr. Grímsson, fiskimálastjóri:
r
Ar hafsins
)
/j rið 1998 hefur verið af
/J hálfu Sameinuðu þjóðanna,
jj tileinkað hafinu. Af því til-
( / efni hafa mörg samtök og
L/ \J þjóðir gert ráðstafanir til að
minnast þess á einhvern
máta. Við íslendingar höfum farið
seint af stað en ætla má að stjómvöld
hér muni innan tíðar skýra frá á hvaða
hátt við íslendingar ætlum að nota
þetta ár til að vekja athygli á hafinu og
þeim staðreyndum að við stundum
sjálfbærar veiðar úr okkar fiskistofn-
um, að hafið umhverfis landið er það
hreinasta í heiminum, að um 80%
allra útflutningstekna af vörum eru af
sjávarafurðum og vegna legu landsins,
sem eyju í miðju Norður-Atlantshafi,
þurfum við að flytja nánast allar okkar
vörur með skipum.
En það eru ekki bara íslensk stjórn-
völd, sem hyggjast nota þetta ár til að
vekja athygli á hafinu, gæðum þess og
gögnum. Ýmiss samtök sem kenna sig
við náttúruvernd, hafa nú þegar sent
frá sér yfirlýsingar um aðgerðir af
þeirra hálfu til að eins og þau kalla
það „að stöðva rányrkju hafanna" eða
koma í veg fyrir „nauðgun hafsins". f
yfirlýsingum slíkra samtaka er lítill
greinarmunur gerður á mismunandi
hafsvæðum eða fiskistofnum. Ekki er
reynt að horfa til þess að lífsafkoma
þjóða er undir nýtingu hafsins komin
eða að stór og mikill iðnaður ásamt
þjónustuiðnaði yrði hreinlega lagður
af. Auk heldur að mjög stór hluti af
fæðu heimsins er fenginn úr hafinu.
Mynci: Þorgeir Baldursson
Einungis er horft til þess að fiskveiðar
og þá sérstaklega fiskveiðar í atvinnu-
skyni valdi tjóni í hafinu og beri að
hætta þeim tafarlaust. Byrjað var á
verksmiðjutogurum því þeir eru fjar-
lægastir og hafa ekki samúð almenn-
ings. En nú eru menn hættir að tala
um verksmiðjutogara og tala bara um
togara, hvernig svo sem það hugtak er
svo skilgreint. Þá hafa einstök veiðar-
færi verið bannfærð, t.d. net og lína.
Einnig hafa menn rætt um mengun
hafsins og þar eiga menn góðan
hljómgrunn, enda ástæða til, en aftur
og aftur verður að taka fram að meng-
un er ekki sú sama, t.d. í Norðursjó og
við íslandsstrendur eða við strendur
Bandaríkjanna. Allt tal um mengun í
hafinu kemur niður á sölu á fiski eða
afurðum úr hafinu og skaðar markaði
okkar. Því ber að fara varlega í umfjöll-
um um slík mál.
Því miður hafa þessi grænu samtök
séð sér leik á borði nú á ári hafsins til
að blása til sóknar gegn nýtingu auð-
linda hafsins. Ein slík yfirlýsing er
kennd við „Troubled Waters", en í
þeirri yfirlýsingu sem 1.600 vísinda-
menn hafa undirritað er höfunum lýst
sem hættusvæði þar sem fiskar eru
sýktir og að deyja vegna mengunar,
þ.e.a.s. þeir sem ekki eru þegar veiddir
af gráðugum fiskimönnum. Slíkar yfir-
lýsingar eru bein ógnun við tilveru
þjóðar eins og okkur íslendinga og við
slíkum yfirlýsingum verður að bregð-
ast með einhverjum þeim hætti.
Okkar sjónarmið þurfa að ná til fólks
þannig að það skilji hvernig við vilj-
um ganga um hafið til þess að það
verði okkar akur til framtíðar en ekki
sviðin jörð engum til gagns.
Á þessum nótum verður ár hafsins
að vera til uppbyggingar á eðlilegri
nýtingu hafsins öllum til góða en ekki
í niðurrifsstarfsemi eða blindri öfgatrú
á verndun' náttúru sama hvað það
kostar og án þess að gera sér grein fyrir
endanlegum afleiðingum bæði á hafið
sjálft og mennina sem lifa á hafsins
gæðum.
AGIR 5