Ægir - 01.01.1998, Qupperneq 18
Fiskmarkaður á
Reyðarfirði
Skömmu fyrir áramót var skrifað
undir stofnsamning um fiskmarkað
á Reyðarfirði og stendur söfnun
hlutafjár yfir. Aðilar að stofnun
markaðarins eru íslandsmarkaður
hf og Fiskmarkaður Vestmannaeyja.
Saltað í tæplega 87
þúsund tunnur
fyrir áramót
Vægast sagt hefur hegðan síldar-
innar valdið mönnum miklum heila-
brotum framan af vetri. Búist hafði
verið við ágætri vertíð en þegar upp
var staðið um jól hafði aðeins náðst
að veiða um helming af úthlutuðum
kvóta. Nótaveiðar gengu óvenju illa
og í nóvember og desember veiddist
síld varla nema í flottroll. Sömu
sögu er að segja eftir áramót. Eina
síldin sem veiðst hefur kom í
flottroll.
Fyrir áramót var saltað í tæplega
87 þúsund tunnur. Þar af var flökuð
síld í rúmlega 29 þúsund tunnum.
Stærsta verstöðin var Neskaup-
staður með rúmlega 29 þúsund
tunnur samtals, þá kom Eskifjörður
með 23 þúsund tunnur og síðan
Hornafjörður með 15 þúsund tunn-
ur.
Um áramót átti eftir að framleiða
í um 30 þúsund tunnur svo að mætt
væri gerðurn fyrirframsölusamning-
um.
ná árangri. Þá er stjórnun veiðanna lít-
il og aðrar þjóðir sem veiða þarna gefa
seint og illa upp sína veiði, ef þær gera
það yfirleitt.
Grálúðuafli úr 50-60 þúsund
tonnum árin 1988-1989
Grálúðuaflinn hefur á síðustu fjórum
árum farið stigminnkandi og er áætl-
aður um 18 þúsund tonn í fyrra, sem
er um 4 þúsund tonnum minna en á
árinu á undan. Grálúðuaflinn hefur
farið úr fimmtíu til sextíu þúsund
tonnum á árunum 1988 og 1989, en
þá veiddum við sem mest af grálúðu.
Sá afli var of mikill og ekki eðlilegt að
reikna með honum til langframa en
hér er um sameiginlegan stofn að
ræða við Grænlendinga og er mikil
nauðsyn á að ná um það samkomulagi
að takmarka veiðar þannig að ekki ver-
ði gengið
frekar en
þegar er
orðið á
þennan
stofn.
Loðnuaflinn hefur aukist ár frá
ári en síldin ekki eins gjöful og
búást var við.
Loðnan
var sem
fyrr aðal-
uppistað-
an í heildarafla landsmanna árið 1997.
Saman fara tvær góðar vertíðir þannig
að á almanaksárinu 1997 fer saman
góð vetrarvertíð og síðan sumar- og
haustvertíð sem var mjög góð, þó ekki
eins og árið á undan. Á þeirri vertíð
sem nú stendur er ekki spáð eins mik-
illi veiði og á síðustu vertíð, en þrátt
fyrir það er ástand loðnustofnsins
mjög gott og ekki nein merki um ann-
að en að veiðar verði miklar. Það eykur
hag þessarar greinar sjávarútvegsins að
ástand annars staðar í heiminum veld-
ur því að afurðaverð á loðnuafurðum
er nú ntjög hátt og því er afkoma
loðnuveiðanna og -vinnslu mjög góð.
Bliku hefur þó dregið upp á himininn
yfir Asíu þar sem efnahagsmál virðast
vera mjög viðkvæm og má lítið út af
bregða til að stórir markaðir okkar fyr-
ir loðnuafurðir í Japan og Kóreu séu í
hættu. Loðnuveiðiskipin eru nú betur
búin og eiga möguleika á að koma
með gæðahráefni að landi. Þá hafa
skipin verið gerð afkastameiri með öfl-
ugri vélum og búnaði. Þá er önnur
veiðiaðferð nú að verða mun algengari
en áður, þ.e. er flottroll. Fram til þessa
hefur loðnan svo til alfarið verið veidd
í hringnót en flottrollsveiðin hefur
gengið mun betur en nótaveiðin í
haust og virðist flottrollið hafa
ákveðna kosti fram yfir hringnótina
við þær aðstæður sem ríkt hafa. Einnig
hafa frystitogarar komið inn í bæði
veiðar og vinnslu á loðnunni í ríkari
mæli en áður. Þá hefur verið mikil fjár-
festing í verksmiðjum á undanförnum
árum og hefur veruleg afkastaaukning
þeirra komið sér vel við þær aðstæður
sem hafa
ríkt. Fryst-
ing hefur
einnig
komið til
og er nú
stöðugt
meira magn
loðnu unn-
ið til fryst-
ingar til
manneldis, sem var nánast undan-
tekning áður. Er nú svo komið að telja
má að þar sé helsti vaxtabroddur land-
vinnslunnar á næstu árum.
Síldin hagar sér
öðruvísi en áður
Loðnuaflinn á árinu varð 1,321 þús-
und tonn og hefur aldrei verið svo
mikill, er það aukning um 12% frá síð-
asta ári. Þá hafði orðið aukning yfir
60% frá fyrra ári en ekki er þó gert ráð
fyrir frekari aukningu á þessu ári.
Síldin hefur ekki verið eins gjöful
og ætlað var. Síldarvertíðin á síðasta
ári var þokkaleg og reyndar mjög góð
fyrir vinnsluna. Var ráðist í fjárfesting-
ar til frystingar á síld auk söltunar sem
hefur til þessa verið aðalverkunarmát-
18 ACm