Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 21

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 21
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Breytíng á reglum um flot- og botnvörpur Sjávarútvegsráðuneytið gafnú í janúar út nýja reglugerð uni botn- og flotvörpur. Veigamesta breytingin frá því sem áður var snýr að lág- marks möskvastœrð en hún verður nú 135 mm allt umhverfis landið. Óheimilt verður að nota svokallaða „pólska klæðningu" á poka norðan ákveðinnar línu ef 135 mm riðill er notaður í poka. Sú lína sem hér er miðað við kemur í stað þeirrar línu sem kölluð hefur verið „pokalínan" og markað hefur þau svæði þar sem skylt hefur verið að nota 155 mm riðil í poka. Línan er færð lítillega til að falla betur að togveiðiheimildum skipa. Reglugerðarbreytingin mun taka gildi frá 1. mars og verður ný reglu- gerð send út nú um mánaðamótin janúar-febrúar. Jólakrossgáta Ægis: Tölur fyrir lausnarorð vantaði Þau mistök urðu í jólakrossgátu Ægis að tölur fyrir lausnarorð féllu niður og er beðist velvirðingar á því. Til að gefa öllum færi á að senda inn iausn verður frestur lengdur til 10. febrúar og er heimilt að senda inn ljósrit af gátunni þegar hún hefur verið leyst. Bókaverðlaun eru í boði. Allt til rafhitunar Framleiðum rafhitara í hús og skip frá 3 kw til 500 kw, allar gerðir rafhitalda (elementa), hvers konar sérsmíði úr stáli, neysluvatnskúta o.fl. rb RAFHITUN S/F Kaplahrauni 7a, Box 66, - 222 Hafnarfiröi Sími 565 3265 - Fax 565 3260 MGÍR 21

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.