Ægir - 01.01.1998, Síða 25
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
„Mikilvægast að vinna úr
aflaheimildunum á sem arðbærastan hátt“
„Það mikilvægasta
er að ná að vinna úr
aflaheimildunum á
sem arðbærastan
hátt. Það þýðir að
áfram þarf að beita
hagkvæmni í rekstr-
inum þannig að starf-
semin skili sem mest-
um arði," segir Brynj-
ólfur Bjarnason, for-
stjóri Granda hf.
„Við höfum kynnt opinberlega að
hér hjá Granda erum við með þróun-
arverkefni í gangi sem snýr að laus-
frystingu um borð í frystitogurum úti
á sjó og frekari framhaldsvinnslu í
landi. Við munum fara með frystitog-
arann Örfirisey í lengingu í ágúst i
sumar þar sem jafnframt verður settur
í hann búnaður vegna þessa verkefnis.
Með þessu erum við að stíga næsta
skref í vinnslunni og til frekari verð-
mætaaukningar. Allt er þetta liður í að
gera aflaheimildarnar verðmeiri. En
þetta verkefni verður þó ekki komið
að fullu inn í reksturinn fyrr en í árs-
lok eða upphaf þess næsta þannig að
við notum árið til að vinna áfram að
undirbúningi verkefnisins.
Allt er þetta þó með þeim fyrirvara
að engin veruleg röskun verði á starf-
seminni, t.d. vegna vinnudeilna eða
að veruleg breyting verði á afla-
heimildum.
Hvað erlendu verkefni okkar snertir
þá höldum við áfram á sömu braut
með verkefni í Chile og Mexíkó þar
sem við vinnum af alefli. Okkur geng-
ur ágætlega í þeim verkefnum en höf-
um jafnframt augun opin fyrir frekari
verkefnum," segir Bryjólfur.
Aðspurður hvort hann horfi bjart-
sýnn á árið segir hann svo vera.
„Já, ég geri það. Ég tel að það sé
alltaf að koma betur og betur í ljós að
fiskveiðistjórnunarkerfið skilar árangri
og það kallar fram meiri arðsemi í
sjávarútveginum í heild. Þannig mun
þróunin halda áfram á næstu árum,
vonandi þjóðinni til heilla," segir
Brynjólfur. Aðspurður um afkomutöl-
ur Granda hf. fyrir síðasta ár segir
hann þær ekki liggja fyrir en ákvörðun
hefur verið tekin um að aðalfundur
Granda verði haldinn í byrjun apríl
þannig að afkomutölur verða væntan-
lega birtar í marsmánuði.
Brynjólfur
Bjamason.
ÚTGERÐARMENN
ATH!
Tökum að okkur uppsetningu
og viðgerðir á öllum
almennum veiðarfærum
uiÐGE*®**'
pjÓN«slft
Netagerö Höfða
Húsavík, sími: 464 1999
ÆGIR 25