Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 33

Ægir - 01.01.1998, Blaðsíða 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Nótastöðin Oddi áAkureyri: Endurbætir að- stöðu sína og eykur þjónustu einnig Jónína Auður Sigurðardóttir. Þá starfa 11 manns hjá fyrirtækinu við al- hliða veiðarfæraþjónustu og er þar um að ræða hönnun veiðarfæra, uppsetn- ingu þeirra og viðgerðir. Algengustu veiðarfærin eru loðnu-og síldarnætur, dragnætur og fiski-og rækjutroll. Vinsent segir í samtali við Ægi að hér á árum áður hafi ekki verið óal- gengt að óskað væri eftir viðgerð og endurnýjun veiðarfæra stuttu fyrir brottför skipa, en eftir að Nótastöðin Oddi fór að bjóða viðskiptavinum sín- N'ótastöðin Ocldi á Akureyri var stofnuð eftir sameiningu Neta- gerðarinnar Odda og Nótastöðvarinn- ar lif. árið 1963. Netaverkstœði fyrir- tœkisins hefur síðan verið starfrœkt í húsnœði þess að Norðurtanga 1 en skrifstofa félagsins hefur hins vegar alla tíð verið til húsa að Gránufélags- götu 48 þar til í síðasta mánuði er hún var flutt í nýinnréttað skrif- stofupláss að Norðurtanga og batnar við það öll aðstaða til muna. Starfsmenn Nótastöðvarinnar Odda setja upp nýtt troll fyrir Samherja á Akureyri. um geymslu veiðarfæra á staðnum og gera við þá samkomulag um að nýta tímann milli vertíða til viðhalds og endurnýjunar, hafi þetta breyst til muna. „Nú geta útgerðirnar gengið að veiðarfærum sínum tilbúnum til notk- unar í byrjun hverrar vertíðar. Þó þarf alltaf af og til að sinna bráðaviðgerð- um hvort sem er á Akureyri eða ann- ars staðar á landinu," segir Vincent. Nótastöðin Oddi hefur um langt skeið verið eina fyrirtæki sinnar teg- undar hér á landi sem hefur boðið við- skipavinum sínum þurrkun á síldar-og loðnunótum, áður en þeim er komið til geymslu í Nótastöðinni en þetta segir Vincent að tryggi betri meðferð og aukna endingu veiðarfæranna. Þá hefur efsti hluti verkstæðishúss Nótastöðvarinnar verið endurnýjaður og aðstaðan þar bætt til muna þannig að nú geta unnið þar fleiri starfsmenn í einu að viðgerðum og uppsetningu veiðarfæra. Þá var skipt um kraftblakk- ir og aðrar endurnýjaðar. Framkvæmdastjóri Nótastöðvarinn- ar Odda frá 1987 hefur verið Vincent Newman en á skrifstofunni starfar Vincent Newman, framkvœmdastjóri, og Jónína Auður Sigurðardóttir á nýrri skrifstofu Nótastöðvarinnar Odda að Norðurtanga 1. AGIR 33

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.