Ægir - 01.01.1998, Qupperneq 38
Bigir og Þorsteinn segja framtíðar-
áform fyrirtækisins skýr. Landssmiðjan
sé nú þriðji stærsti framleiðandinn á
vélbúnaði fyrir matvælaiðnað en
markmiðið er að auka hlut þess og
verða númer tvö í röðinni. Á næstu
árum sé stefnt að því að auka útflutn-
inginn úr 40% af veltu í um 75%.
Hámarka nýtingu og afköst
„Starfsmenn Landssmiðjunnar búa
yfir mikilli reynslu og í þróunardeild
er unnið með þarfir viðskiptavinarins
til að hámarka nýtingu og afköst.
Galdurinn er að reyna að hámarka
nýtingu þess hráefnis sem berst á
land. í því liggja gríðarleg verðmæti og
því skiptir hvert prósent í bættri nýt-
ingu miklu máli fyrir vinnsluna," segir
Birgir og spurningunni um hvort ís-
lendingar séu samkeppnishæfir á
þessu sviði svarar hann umsvifalaust
játandi. íslendingar státi af einni
fullkomnustu fiskverkun í heimi og í
fáum löndum séu gerðar jafn miklar
kröfur og hér. Því geti menn verið viss-
ir um að óhætt sé að selja vélbúnað til
útlanda sem búið sé að prófa hér á
landi. Hann segir styrk Landssmiðj-
unnar felast í fjölbreytni í vöruvali og
háu tæknistigi.
„Við sækjum með afurðir okkar á
markaði við Norður-Atlandshaf. Við
setjum kerfin niður og þar sem þess
gerist þörf þjálfum við starfsfólk til
þess að nota þau. Síðan sjáum við um
þjónustuþáttinn, stundum í samstarfi
við fyrirtæki á heimamarkaði. Við ætl-
um að auka markaðssókn okkar, vinn-
um eins og er eftir umboðsmannakerfi
en munum að sjálfsögðu skoða það í
ljósi aðstæðna hverju sinni hvort
skynsamlegt verði að setja niður fasta
starfsemi í útlöndum," segir Birgir
Bjarnason, bjartsýnn á framtíðar-
möguleika Landssmiðjunnar, bæði hér
heima og erlendis.
Óskum útgerð og áhöfn Ásdísar ST 37
til hamingju með breytingarnar. Við sáum um
hönnun, gerð teikninga og eftirlit með verkinu.
SKIPA- OG VELATÆKNI ehf
RÁÐGJÖF, HÖNNUN OG EFTIRLIT
Hafnargötu 60, pósthólf 38 Keflavík
Sími: 421 5706, Fax: 421 4708
38 mchr