Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1998, Side 19

Ægir - 01.10.1998, Side 19
//I n& /// ít) a / /1 // íi í) // /•/ // // V 1 — w SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Viðliald skipa hefur verið aðalverkefhi Slippstöðvarinnar hf. undanfarin ár. Fram- kvœmdastjóri fyrirtœkisins hefiir þá framtíðarsýn að á komandi árum eigi fyrirtœkið, sem og önnur í greininni, eftir að sœkja á nýjan leik í smíði skipa fyrir íslenskar útgerðir. gangur íslensk en skrokksmíði erlendis frá. Mín framtíðarsýn er að við eigum eftir að sækja á nýjan leik í smíði skipa fyrir íslenskar útgerðir," segir Ingi. Verkefni við stóriðjuuppbygginguna Af framansögðu má ljóst vera að skipa- iðnaðarfyrirtækin á íslandi hafa lifað á viðgerðarverkefnum um nokkurra ára skeið. Samt sem áður hafa mörg stór endurbyggingarverkefni farið erlendis og að mati Inga er í mörgum þessara tilfella farið til erlendra stöðva fyrir alltof lítinn mun á verði. Reynslan sé sú að oft þurfi að vinna verkhluta upp á nýtt hér heima og þá sé ágóði út- gerðarinnar farinn fyrir bí. „Við þekkjum þessi dæmi mjög vel og sjáum þetta gerast aftur og aftur. í mörgum tilfellum gengur hins vegar allt upp og ekki nema gott eitt um það að segja en hitt er of algengt," segir Ingi og bendir á að skipaiðnaðarfyrir- tækin hafi mörg hver sótt verkefni til stóriðjufyrirtækjanna, enda nýtist þar sú mikla þekking sem járniðnaðar- mennirnir úr skipaiðnaðinum búi yfir. „Það er auðvitað af hinu góða að geta breikkað starfsemina og styrkt undirstöður fyrirtækjanna með þjón- ustu við stóriðju og virkjanir. Slipp- stöðin hf. hefur á yfirstandandi ári sinnt verkefnum fyrir Norðurál á Grundartanga og ýmsum verkefnum fyrir Landsvirkjun." Starfsmannafjöldinn 130-150 Nú um stundir eru um 150 starfsmenn hjá Slippstöðinni hf. og hefur farið fjölgandi síðustu tvö ár en að mati Inga er komið ákveðið jafnvægi á og telur hann raunhæft að ætla að næstu misserin verði starfsmenn 130-150 talsins. Stærstu eigendur Slippstöðvarinnar hf. eru í dag Burðarás hf., Marel hf. og Málning hf., sem öll eiga rösklega 30% hlut. Þar á eftir komajöklar hf. og síð- an aðrir smærri hluthafar. „2000-vandinn“ er líka úti á sjó Mikil umræða er um þau vandamál sem geta komið upp í tölvubúnaði þegar árið 2000 gengur í garð. Fyrst og fremst hefur umræðan snúið að fyrirtækjum á föstu landi en vert er að benda á að þetta mál snýr líka að skipunr úti á sjó. I stuttu máli snýst þetta um að á tölvumáli mun fyrsti dagur ársins 2000 koma þannig upp: 01.00.00. Þetta munu tölvurnar skilja sem árið 1900 í stað 2000. Siglingastofnun bendir á í umfjöllun um málið í fréttabréfi sínu að framleiðendur GPS búnaðar hafi margir hverjir tilkynnt að tæki þeirra muni vinna vandræðalaust unt aldamótin. Þetta hefur t.d. R. Sigmundsson, umboðsaðili Garmin, staðfest og gefið út að Garmin- tækin hafi frá upphafi gert ráð fyrir þessu vandamáli og muni því starfa eðlilega. Hinu má ekki gleyma að um borð í skipunt eru mörg tæki senr vinna nteð dagsetningar. Þar má nefna siglingatölvur, stærri radarkerfi, eld- varnakerfi, frystikerfi og fleiri. Vert er því fyrir útgerðir að huga að varnaraðgerðum í tíma. Það verður víst ekki litið fram hjá því að það eru innan við 500 dagar þangað til aldamótin ganga í garð! ÆGIR 19

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.