Ægir - 01.10.1998, Síða 26
3a*/««í
ipasmídaiðnaðurinn
Fyrirtækið Þorgeir ogEllert hf. áAkranesi hefur náð
góðri fótfestu eftir endurreisn árið 1994:
Reynslan úr skipaiðnaðinum
nýtist okkur vel í verkefnum
fyrir stóriðjufyrirtækin
- segir Þorgeir Jósefsson, framkvœmdastjóri Þorgeirs ogEllerts hf
s
Arið 1994 varð Þorgeir og Ellert hf.
á Akranesi gjaldþrota en þá
hafði þetta gróna fjölskyldufyrirtœki
í skipasntíðaiðnaði starfað óslitið frá
stofnun árið 1928. Bœjarstjórn Akra-
ttesbœjar hafði áhyggjur afstöðu
þessarar greinar í baenum í fram-
haldi af gjaldþrotinu og varð úr að
Þorgeir Jósefsson, afabarn Þorgeirs
Jósefssonar, stofnanda Þorgeirs og
Ellerts hf., var fenginn til að hafa
frumkvœði að endurreisn fyrirtœkis-
ins. Sú tilraun gekk upp og komu að
málum nýir eignaraðilar og sniátt og
smátt hefur fyrirtœkið verið að byggj-
ast ujip eftir endurreisnina og keppir
nú jafnt í verkefnum seiti snúa að
skipaiðnaðinum, setn og á öðrutn
sviðum járniðnaðar. Þar er ekki hvað
síst átt við stóriðjurnar á Grundar-
tanga, þ.e. Járnblendiverksmiðjuna
og álver Norðuráls. Þorgeir Jósefsson,
frainkvœtndastjóri Þorgeirs og Ellerts
hf., segir mikla samkeppni utn verk-
efnin fyrir stóriðjuna en íþeitn slag
a'tli fyrirtœkið að ná langt, enda
standi það vel að vígi vegna nálœgð-
ar.
„Þó svo að hér hafi verið breytt um
kennitölu eftir endurreisnina og orð-
inu Skipasmíðastöð skeytt framan við
Þorgeir og Ellert hf., þá er hér á ferð-
inni sama fyrirtæki í grunninn. Við
26 ÆGIR -------------------------
Þorgeir Jósefsson, framkvœmdastjóri Þor-
geirs og Ellerts hf., við hiið búnaðar sem á
að fara í nýja loðnuþurrkunarverksmiðju í
Sandgerði.
tókum við sama mannskap, tækjum
og húsakosti og byggjum á þeim
grunni sem lagður hefur verið í starf-
semina frá 1928," segir Þorgeir en
nafnið Skipasmíðastöð Þorgeirs og EU-
erts var ekki notað lengi því nýverið
fékk fyrirtækið leyfi til að breyta nafn-
inu á nýjan leik í Þorgeir og Ellert hf.
Og önnur viðamikil breyting varð
einnig á fyrirtækinu fyrir skömmu
þegar stofnað var fyrirtækið Skaginn
hf. sem annast hönnun og framleiðslu
á fiskvinnslukerfum úr ryðfríu stáli.
Þessum tveimur fyrirtækjum er stýrt af
einni yfirstjórn en uppstokkunin hef-
ur þegar sýnt að meiri skilvirkni fæst í
daglegan rekstur og markvissar er
hægt að sækja fram í samkeppninni í
smíði fiskvinnslubúnaðar.
Stór eigandi í Þorgeiri og Ellert hf. í
dag er Ingólfur Árnason og fyrirtæki
tengd honum. Ingólfur er þekktur í
fiskvinnslunni á íslandi en hann hefur
á síðustu árum hannað margt af því
nýtískulegasta sem er að finna í ís-
lenskum fiskvinnslum. Hafa tæki hans
verið framleidd í samstarfi Þorgeirs og
Ellerts hf. og Marels hf.
Skaginn hf. haslar sér völl
Skaginn hf. er nokkurs konar dóttur-
fyrirtæki Þorgeirs og Ellerts hf. og var
stofnað í kringum þá deild Þ&E sem
hafði með höndum smíði á ryðfríum
búnaði. Ingólfur Árnason starfar við
þetta fyrirtæki að hönnun á búnaði
sem þar er framleiddur.
Þorgeir segir að stofnun Skagans hf.
hafi verið gott skref og mikils sé vænst
af þessu unga fyrirtæki.
„Við ætlum okkur að taka af fullum
þunga þátt í hönnun og framleiðslu á
hátæknibúnaði fyrir fiskvinnslur, jafnt