Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1998, Síða 27

Ægir - 01.10.1998, Síða 27
v^kipasniíðaiðnaðurinii SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Smíðað fyrir stóriðjuna Hið stóra hús Þ&E hf. sem á árum áður var vettvangur nýsmíðaverkefha gegnir mikilvœgu hlutverki þrátt fyrir að engin sé nýsmíðin. Húsið hentar vel fyrir smíði á stœrri hlutum sem fara eiga til stóriðjufyrirtœkjanna á Grundartanga. Þjónusta við stóriðjuna er eitt af mikilvœgustu verkefhum Þorgeirs og Ellerts hf. landvinnslu sem og vinnsluskipin. Á undanförnum árum höfum við átt gott samstarf á þessu sviði við Marel hf. og viljum halda því áfram ásamt því að sækja einnig fram sjálfir með okkar eigin hönnun og eigin búnað í samkeppni við aðra. Við teljum okkur vera í fremstu röð í framleiðslu vinnslukerfa hvort sem um er að ræða fyrir landvinnslu eða sjóvinnslu," segir Þorgeir en nýverið afhenti Skaginn hf. nýja flæðilínu til Granda hf. ásamt nýju byltingar- kenndu karalosunarkerfi. Einnig var nýverið afhent laxakerfi til fyrirtækis í Noregi í samstarfi við Marel hf. Meðal annarra verkefna Skagans hf. má nefna nýjar pökkunarstöðvar fyrir uppsjávarfisk í fiskiðjuver Síldar- vinnslunnar hf. og þessa dagana er Skaginn hf. að ljúka smíði á búnaði fyrir loðnuþurrkun Haraldar Böðvars- sonar hf. í Sandgerði Stigvaxandi velta Fyrsta heila rekstrarár Þorgeirs og Ell- erts hf. eftir endurreisnina var 1995 og skilaði fyrirtækið þá hagnaði af 273 milljóna króna veltu. í fyrra var veltan komin í 575 milljónir króna og lítils háttar hagnaður það ár en árin 1995 Pólskur verkamaður hjá Þ&E bregður á leik í smiðjunni. og 1996 var hagnaður um 3% af veltu. Meðal þess sem breyttist eftir end- urreisnina árið 1995 var að stofnuð voru sérstök fyrirtæki um trésmíði og rafvirkjun og kaupir Þ&E þjónustu af þeim; annars sækja þessi fyrirtæki sér önnur verkefni úti í bæ en eru staðsett í húsum Þorgeirs og Ellerts hf. „Með stofnun þessara fyrirtækja og stofnun Skagans hf. um ryðfría hlut- ann þá stendur Þorgeir og Ellert hf. eftir sem sérhæft og öflugt járnsmíða- fyrirtæki. Því er ætlað að sinna verk- efnum í skipaiðnaði, jafnt viðgerðum og síðan vonandi nýsmíði, en því má ekki gleyma að áherslur okkar hafa breyst með tilkomu verksmiðjanna á Grundartanga. Við ætlum að sjálf- sögðu að keppa um verkefni í skipa- iðnaðinum en á sama tíma fylgjum við eftir þeim tækifærum sem bjóðast á Grundartanga. Okkur er ljóst að þeg- ar verksmiðjurnar tvær verða komnar í full afköst þá kalla þær á mikið við- hald og þar ætlum við okkur stóran hlut. Nú þegar erum við með starfs- menn á hverjum degi á Grundartanga og verður vonandi svo áfram," segir Þorgeir. Húsakosturinn nýtist fyrir stóriðjuverkefnin Reynslan sem skapast í skipaiðnaðin- um er dýrmæt þegar kemur til annarra verkefna í járniðnaði og það undir- strikar Þorgeir að sé fyrirtæki hans mikils virði. Bæði búi það yfir hæfum járniðnaðarmönnum og einnig rúm- góðu húsnæði sem á árum áður var notað til nýbyggingar skipa en býður að sama skapi upp á góða aðstöðu til að smíða stór og mikil járnstykki fyrir stóriðjufyrirtækin. „Húsakosturinn nýtist vel þótt við séum ekki að byggja skip," segir Þorgeir. Viðgerðarverkefni eru fyrst og fremst áberandi í skipaiðnaðinum og til að mynda hafa Skaginn hf. og Þ&E MCm 27 Jóhann Ólafur Halldórsson

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.