Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1998, Side 33

Ægir - 01.10.1998, Side 33
Qkipasmídaidnaðurinn SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEOI Lokafrágangur á Reykjaborginni RE síðastliðið vor. Nú er að Ijúka snn'ði á nýjwn bát í stað Stapavíkur AK og vonir standa til að áframhald verði á nýsmíðaverkefhum báta í vetur. anlega stöðugir til að bera nýju drag- nótavindurnar sem tilheyra þeim veiðiskap í dag. í kjölfar þessara atriða koma síðan kröfur um aðbúnað áhafna, vinnuaðstöðu og fleira sem horft er meira á í dag en áður var," segir Sigurður. Bátasmíðin hentug fyrir minni stöðvarnar Hremmingar í skipaiðnaðnum á árun- um eftir 1990 segir Sigurður að hafi leitt til þess að á síðari árum hafi stöðvarnar að nokkru sérhæft sig, hver á sínu sviði. Þetta gefi minni stöðvun- um tækifæri til að ná árangri í báta- smíðinni og til að mynda hátti þannig til hjá Skipasmíðastöðinni hf. á ísa- firði að aðstaða til viðhaldsverkefna sé léleg en á hinn bóginn hafi stöðin yfir að ráða góðu húsi til nýsmíða á bát- um. Skipasmíðastöðin hf. valdi þann kostinn í öllum þremur tilvikunum að smíða skrokka bátanna hér heima. Tölvuhönnun var nýtt til hins ítrasta í smíðunum, hvert stálstykki hannað í þrívíddarmynd og síðan var efnað nið- ur í tölvustýrðum skurðarbúnaði. Þetta gerir nýsmíði taisvert einfaldari og hagkvæmari en áður var og eykur samkeppnishæfnina. „Við getum sagt sem svo að 60% af bátsverði í dag er aðkeyptur búnaður af ýmsu tagi en afgangurinn er sá hluti sem við getum spilað úr til að keppa við samkeppnisaðilana. Eftir að hafa farið yfir málið þá töldum við okkur geta náð árangri á þessum lið með því að innleiða ný vinnubrögð með tölvustuddri hönnun og fram- leiðslu. Reynslan er sú að við höfum sannanlega náð að fækka til muna vinnustundunum með tækninni en auðvitað eru þrír bátar aðeins byrjun- in. Vonandi eigum við eftir að sjá enn betri árangur í framtíðinni," segir Sig- urður. Sígandi lukka er best Sagan á bak við Skipasmíðastöðina hf. á ísafirði er löng. Eigendur hennar eru afkomendur Marselíusar Bernharðs- sonar, skipasmiðs, og er starfsemin byggð á þeim grunni sem hann lagði. Starfsmennirnir eru 25 talsins og þrátt fyrir allt eru það nýsmíðarnar sem bera starfsemina uppi, líkt og verið hefur i gegnum tíðina. „Ég vonast til þess að í skipasmíð- unum hér á landi verði jafn stígandi á komandi árum en engin stökk. Það besta sem fyrir greinina getur komið er að við fáum sanngjarnan saman- burð við erlendar stöðvar en að ekki sé hlaupið eftir erlendum gylliboðum þar sem ekki eru teknir allir þættir með í reikninginn. Ég er ekki í vafa um að þegar gæði og verð eru metin saman þá standa íslenskar skipasmíðastöðvar vel að vígi og með það í huga þá er óhætt að spá ísienskum skipasmíða- iðnaði ágætri framtíð," segir Sigurður Jónsson. ffl 33 Halldór Sveinbjömsson

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.