Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1998, Page 45

Ægir - 01.10.1998, Page 45
rs*—„ 1 W SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI G. Skúlason vaxandi Jyrirtœki í Neskaupstað: „Vantar stórt upptöku- mannvirki á Austurlandi“ „Sú samkeppni sem við erum í er mjög heilbrigð og eðlileg, efum samkeppni er hcegt að tala," segir Guðmundur Skúlason. Velaverkstœði G. Skúlasonar í Nes- kaupstað er 10 ára gamalt fyrir- tœki sem vinnur að ýmsum skipa- smíðaverkefhum og hefar aukið starfsmannafjölda sinn úr 2 í 10 á fimm árum. Húsakostur hefur einnig vaxið um nánast helming á síðustu fimm árum. Guðmundur Skúlason, eigandi fyr- irtækisins, segir að því miður sé ekki hægt að segja fyrir um verkefnastöðu fyrirtækisins, hún sé breytileg frá degi til dags en óhætt sé að segja að það hafi alltaf verið nóg að gera og meira en það. Samkeppnin eðlileg og heilbrigð I sumar tók fyrirtækið á leigu dráttar- brautina í Neskaupstað, sem er í eigu hafnarsjóðs en var um árabil leigð Síldarvinnslunni hf.. Guðmundur seg- ir þetta hafa verið gert til að bæta verkefnastöðu fyrirtækisins. G. Skúla- son hafi unnið mikið við sleðann og fyrirtækið sé mikið í rennismíði þannig að þessi starfsemi henti því al- mennt vel. Dráttarbrautin getur tekið upp 600 brúttótonna skip og segja má að það séu alminnstu síldar- og loðnu- skipin í dag. En var ekki fyrirtækið með þessu að leigja verkfæri frá aðal samkeppnisað- ilanum? „Sú samkeppni sem við erum í er mjög heilbrigð og eðlileg, ef um samkeppni er hægt að tala. Á þessu ári hafa um 50% af okkar verkefnum verið fyrir aðila hér heima og lang mest fyrir Síldarvinnsluna hf.. Áður þurftum við að sækja þessi verkefni út fyrir bæ- inn." Vantar stórt upptökumannvirki á Austurland - Nú hefur þú verið talsmaður stærri dráttarbrautar eða jafnvel flotkvíar. Er þörf á stærri upptökumannvirkjum á Austurlandi? „Ég tel að það væri mjög gott fyrir fjórðunginn að fá stærri upptöku- mannvirki fyrir skip, dráttarbraut eða flotkví. Flotkvíin er hagkvæmari en Texti: Elma Guðmundsdóttir Ég tel að það vœri mjög gott fyrir fjórðunginn að fá stœrri upptöku- mannvirki fyrir skip, dráttarbraut eða flotkví. ÆGJR 45

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.