Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1998, Page 49

Ægir - 01.10.1998, Page 49
 i lrk',,ns ""t'"*1""'""™ w SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Toghraði skiptir máli í kolmunnanum Ástæða þess að kolmunnaveiðar kalla á stærri vélar þeirra skipa sem þær stunda er toghraðinn. Nauð- synlegt er að skipin geti togað á 4-5 sjómflna hraða og til þess þarf mikið vélarafl sem nótaskipin íslensku hafa alla jafna ekki, enda sérstak- lega búin til loðnu- og síldveiða Erlent vinnuafl í íslenskum stöðvum Hjá mörgum íslensku skipasmíða- stöðvanna er að finna erlenda starfs- krafta, flesta af pólskum uppruna. Almennt hefur atvinnuástand verið gott hjá málmiðnaðarmönnum hér á Iandi og þarf af leiðandi hafa t.d. skipasmíðafyrirtækin leitað eftir vinnuafli erlendis frá. Eftir því sem blaðið kemst næst gæti enn átt eftir að fjölga Pólverjum í þessum störfum hér á landi á næstunni, enda hafa mörg fyrirtækjanna ágæta verkefnastöðu. Mikið að gera hjá Skipavík Að sögn Olafs Sigurðssonar hjá Skipavík í Stykkishólmi hefur verið góð verkefnastaða hjá stöðinni í sumar. Margir bátar hafa verið teknir upp til viðhalds og er fyrst og fremst um að ræða báta af Snæfellsnesi. Slippstöðin hf. býður smíði á bátum Slippstöðin hf. á Akureyri hóf nýverið markaðssetningu á tveimur gerðum af bátum sem ætlunin er að smíða hjá fyrirtækinu, fáist kaupendur. Samkvæmt upplýsingum frá Slippstöðinni hf. hafa þegar nokkrar útgerðir sýnt rnikinn áhuga og standa vonir til að af smíði geti orðið á næstu misserum. Stærri báturinn, sem sést á myndinni hér að ofan, er 30 brúttólestir að stærð. Lengd hans er 16,5 metrar og breidd er 5,5 metrar. Dýpt bátsins er 2,75 metrar. í bátnum verður 470 hestafla aðalvél og niðurfærslugír með hlutfallið 4,5:1 og tengist skrúfuöxli með fastri 1400 mm skrúfu. Þá er á gírnum útkúplanleg vökvadæla til að knýja vindur. Ljósavélar eru tvær, önnur 25 kW og hin 16 kW. Stýrisvél er 500 kgm tjakkastýrisvél. Skipið verður útbúið með tveimur 7,5 tonna togspilum á þilfari en auk þess er gert ráð fyrir 3,4 tonna voðarvindu, ásamt akkerisvindu. í lest verður rými fyrir 29 660 lítra kör. Vistarverur eru fyrir 4-5 menn. Minni báturinn, sem sést hér að neðan, er 25 brúttólestir að stærð. Lengd hans er 13,48 m., breidd 4,50 m og dýpt 2,40. Skipið er búið 300 hestafla aðalvél og, líkt og í stærri bátnum, er útkúplanleg vökvadæla til að knýja vindur. Á þilfari verða tvö 5 tonna togspil og þriggja tonna þilfarskrani. í lest er rými fyrir 41 stk. af 380 lítra körum. í vistarverum er aðstaða fyrir 3 menn. M3ÍR 49

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.