Ægir - 01.10.1998, Page 52
Trésmiðjan Brim í Hafnarfirði:
„Sérhæfum okkur í trésmíðavinmi
um borð í skipum og bátum“
- segir Þorsteinn Geirsson, annar eigenda
TYésmiöjan Brim í Hafharfirði er
ungt fyrirtœki sem sérhœfir sig í
trésmíði um borð í skipum og bátum.
Eigendur fyrirtœkisins eru þeir Þor-
steinn Geirsson og Aðalsteinn Svav-
arsson sem báðir hafa starfað lengi
við stœrri skipasmíðastöðvar en tóku
þann kostinn að setja á stofn sérltceft
trésmíðafyrirtœki fyrir skip og báta
og reynslan sýnir að þörfiit var sann-
arlega fyrir Itendi. í dag starfa 8
tnenn hjá fyrirtœkinu og eru verkefn-
itt að stœrstum hluta á suðvestur-
horni landsins.
„Margar stærri skipasmíðastöðvarn-
ar eru ennþá með fastráðna trésmiði í
vinnu en ég held að þessir menn séu
mun færri en voru á árum áður. Stöðv-
arnar hafa í vaxandi mæli sótt þessa
þjónustu til annarra en ég held að það
séu mjög fá fyrirtæki sem sérhæfa sig á
þessu sviði, eins og við gerum," segir
Þorsteinn. Að hans mati er ekki ólík-
legt að ætla að þróunin verði áfram í
þessa átt á komandi árum.
Samstarf við Ósey
Trésmiðjan Brim hefur séð um tré-
smíðavinnu um borð í skipum og bát-
um sem hafa verið í breytingum og
viðgerðum hjá Ósey í Hafnarfirði.
Þetta samstarf segir Þorsteinn vera
mjög mikilvægt fyrir trésmiðjuna og
til að mynda er nú á næstu mánuðum
stórt verkefni við smíði innréttinga í
raðsmíðaskipin sem Ósey er að smíða.
Það verkefni eitt og sér verður uppi-
staðan í vinnu trésmiðjunnar á vetrar-
mánuðunum.
Þorsteinn segir að trésmíðavinnan
52 MdlU -------------------------
Meðai þeirra verkefita sem Tréstniðjan
Britn hefur fengist við er innréttingasmíði í
varðskipin Tý og Ægi. Eins og sjá má er
vandað til allrar hönnunar og frágangs.
um borð í skipum sé um margt sér-
hæfð og ólík annarri trésmíði. Taka
verði mið af því að mikið mæði á inn-
réttingunum og yfir höfuð verði allt
um borð að vera úr góðum efnum og
frágangur allur fyrsta flokks.
„Það er vissulega mikið lagt í inn-
réttingar í skipum í dag en ég held að
þetta sé ekkert óeðlilegt þegar haft er í
huga að þetta eru önnur heimili
mannanna um borð. Þess vegna á að
vanda tii verka þannig að mönnum
líði vel í þessu umhverfi," segir Þor-
steinn.
Skemmtilegra
að smíða í ný skip
Verkefnin hjá Trésmiðjunni Brim snú-
ast bæði um viðgerðir og innréttinga-
smíði í ný skip en Þorsteinn segir að
þeir hjá Brim láti öðrum eftir trébáta-
smíði og trébátaviðgerðir. Það sé önn-
ur sérhæfð trésmíðavinna en Þor-
steinn viðurkennir að smíði í ný skip
sé alltaf skemmtilegri og viss tilfinn-
ing að sjá nýtt skip halda til veiða.
„Jú, mér finnst skemmtilegra að
smíða í nýtt skip heldur en bæta eldra,
þó það sé líka mjög gefandi og
ánægjulegt. En þetta er eins og að
smíða sitt eigið hús, það er allt annað
en kaupa gamalt." Að mati Þorsteins
mætti vera meira um nýsmíði skipa
hér á landi en raun ber vitni. „En
svona er þetta í samkeppninni. Hins
vegar er það öruggt mál að íslendingar
eru góðir fagmenn í skipasmíði og
ekkert síðri en þær þjóðir sem við
keppum hvað harðast við."
Meðal verkefna Trésmiðjunnar
Brims má nefna þrjá báta sem endur-
byggðir voru hjá Ósey í Hafnarfirði.
Þetta eru Farsæll GK, Sæbjörgin ST-7
og Ásdís ST-37.
Aðalsteinn Svavarsson, annar eigenda
Trésmiðjunnar Brims (t.h.) er hér ásamt
starfsmanni sínum að byrja á gólft í brii
eins af raðsmíðaskiptim Óseyjar.
Jóhantt Ólafur Halldórsson