Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1998, Page 55

Ægir - 01.10.1998, Page 55
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Sorppressugámur um borð í togaranum Venusi hefur reynst vel og markvert er að ekki þarf að losa hann nema í þriðju hverri landlegu. Sorphirðan skiptir máli úti á sjó T Tið settum sorppressugám í togar- V ann Venus HF, sem Hvalur hf. gerir út, fyrir tveimur árum. ReynsJa útgerðarinnar og áhafnar er sií að gámurinn Jiafi ieyst úr miklu vanda- máli oggert aJla sorphirðu um borð mjög einfaida og þœgilega," segir Heiðar Sigurðsson hjá fyrirtcekinu Sorptœkni í Reykjavík, sem er um- boðsaðili fyrir sorphirðubúnað frá finnska fyrirtœkinu Europress. Heiðar segir að Hvalur hf. hafi verið leiðandi í sorphirðumálum úti á sjó og samkvæmt reynslu þeirra hjá togaranum Venusi hafi aðeins þurft að losa gáminn í þriðju hverri landlegu. Gáminum er komið fyrir á togdekki og sérsmíðar finnski framleiðandinn gáma í hverju og einu tilviki og hagar lagi þeirra samkvæmt því rými sem valið er á dekkinu. Sömuleiðis ræður kaupandi lit á gámnum. „Þetta finnska fyrirtæki er leiðandi í tækni við sorpmál og við höfum góða reynslu af búnaðinum," segir Heiðar og upplýsir að aðeins þarf að leggja fram teikningar af viðkomandi skipi og síðan sér finnska fyrirtækið um út- færsluna. Aðspurður um kostnaðinn þá segir hann stærð gámanna ráða því en miðað við hversu mikið vandamál búnaðurinn leysi þá þyki viðskiptavin- um lausnin ekki kostnaðarsöm. Gámurinn um borð í Venusi er 9 rúmmetrar að stærð. „Við ákváðum að taka okkur góðan tíma í að gera tilraunina um borð í Venusi og í dag getum við óhikað sagt að þetta sé lausn sem fullkomlega skil- ar sér. Það hafa margir spurst fyrir hjá okkur en núna förum við á fulla ferð við markaðssetningu og sölu á pressugámunum. I dag eru sjómenn hættir að henda rusli í sjóinn en þeir eru heldur ekki hrifnir af því ef mikil vinna er í landlegum við að koma sorpinu í land. Gámarnir eru á þann hátt bráðeinföld lausn og auðvelt að losa þá. Mikilsverðast er þó að úti á sjó er afar einfalt að losa sig við ruslið og þannig er þetta ekki að hlaðast upp út um allt skip. Við megum heldur ekki gleyma því að bætt sorphirða er liður í auknum gæðum hráefnismeðhöndl- unar úti á sjó. Það er atriði sem allir eru að keppa að," segir Heiðar Sigurðsson hjá Sorptækni. ÆGIR 55

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.