Ægir - 01.01.1999, Page 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Jón Þ. Þór, sagnfrœðingur:
Reykjavík
verður útgerðarbær
- Þilskipaútgerð við Faxaflóa - 2. grein
Y Tm það verður vart deilt, að á lokaskeiði 19. aldar og fyrsta ártug hinnar
XJ 20., var Reykjavík mesti skútuútgerðarbœr landsins, eflitið er til fjölda
skipa. Tvennt vekur eitikum athygli þegar hugað er að sögu þilskipaútgerðar í
Reykjavík. í fyrsta lagi hve stutt hún stóð, aðeins u.þ.b. hálfa öld, og miklum
mun skemur en þilskipaútgerð á Vesturlandi, Vestfjörðum og við Eyjafjörð. Þá
voru þilskip í Reykjavtk tiltölulega fá fyrir 1890 og árið 1895 gengu þaðan t.d.
helmingi fœrri skip en frá ísafirði. Á nœstu árum fjölgaði þilskipum hins vegar
ört t Reykjavík og um aldamótin 1900 voru þilskip hvergi fleiri á landinu en
þar.
í öðru lagi er það einkar athyglis-
vert, að einn maður lifði og starfaði
alla skútuöldina í Reykjavík og var all-
an tímann umsvifamesti útgerðarmað-
ur þilskipa í bænum. Þessi maður var
Geir Zoéga útgerðarmaður og kaup-
maður.
Saga þilskipaútgerðar í Reykjavík er
því að verulegu leyti saga hans og mun
ekki ofmælt, aö fáir menn hafi átt jafn
ríkan þátt í uppbyggingu atvinnulífs í
Reykjavík á sinni tíð sem Geir. Gils
Guðmundsson, sem manna ýtarlegast
hefur kannað æviferil Geirs, telur að
rekja megi áhuga hans á þilskipaútgerö
Kútter Geir var glcesilegasta skip Geirs Zoéga.
ÆGIR 33