Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1999, Blaðsíða 14

Ægir - 01.05.1999, Blaðsíða 14
hafi á sama tíma stóraukist en hafi þó ekki náð meðaltali í öðrum atvinnu- greinum, enn sem komið er að minnsta kosti. „Engu að síður er eigið fé í fyrsta skipti að myndast í sjávarútveginum og það hefur gert fyrirtækjunum kleift að takast á við fjárfestingar í margs konar nýjungum. Það hafa sjaldan orðið jafn örar framfarir í veiðum og ekki síst í vinnslu og þessar fjárfesting- ar hafa skilað sér í hagnaði. Að mínu mati er því nauðsynlegt að horfa á rekstur sjávarútvegsfyrirtækjanna í heild og meta stöðu þeirra og styrk en horfa ekki eingöngu til afmarkaðra þátta á borð við skuldir. Meðan „núll- stefnan%o var rekin, og ríkisvaldið bar ábyrgð á rekstrargrundvellinum, safn- aðist upp tap sem samkvæmt almenn- um skattareglum kemur til frádráttar tekjum. Núna eru menn smám saman að sjá þennan vanda fortíðarinnar hverfa og þá fer greinin að greiða meiri tekjuskatt. Greinin hefur verið að greiða vaxandi gjöld fyrir afnot af auðlindinni, t.d. kostnað við eftirlit og vísindarannsóknir en aðalatriðið er að við verðum að tryggja að okkar aðal útflutningsgrein hafi sem sterkasta samkeppnisstöðu. Að mínu mati má alls ekki taka ákvarðanir sem veikja þá samkeppnis- stöðu sem sjávarútveginum hefur þeg- ar verið búin." fyrirþvíað byggð hefur haldist Iðnaðurinn nýtur góðs Þorsteinn bendir á að sjávarútvegur- inn hafi haft mjög jákvæð áhrif á upp- byggingu iðnfyrirtækja sem framleiði nú háþróaðar vörur fyrir sjávarútveg- inn og selji um allan heim. „Mér finnst sérstaklega ánægjulegt að horfa til þess hvernig sjávarútveg- urinn og iðnaðurinn hafa á þennan hátt þróast saman. Við höfum dæmi um íslensk, framsækin iðnfyrirtæki, t.d. Marel og Hampiðjuna, sem hafa nýtt sér breytingarnar í sjávarútvegi til að sóknar." Hann segir að á allra síð- ustu árum hafi verið lögð vaxandi áhersla á vísindastarfsemi í sjávárút- vegi og nefnir í því sambandi rann- sóknir á þorskklaki, fjölstofnarann- sóknir og smíði nýs hafrannsókna- skips. „Ég er alveg sannfærður um að á þeirri braut verður haldið áfram enda er enginn ávinningur af því að draga saman seglin á rannsókna- og vísinda- sviðinu í sjávarútvegi." Heilu byggðarlögin hefðu getað þurrkast út Byggðamálin voru nokkuð til umræðu fyrir þingkosningarnar 8. maí sl. og sjávarútvegurinn kom þar eðlilega talsvert við sögu. Þorsteinn segir stað- reynd að fyrir nokkrum árum hafi ver- ið vandræði í rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja í nærfellt hverju einasta plássi í landinu. „Vandamálin eru vissulega ekki úr sögunni en þau eru snöggtum um- fangsminni nú en fyrir áratug. Ég tel að sjávarútvegsstefnan hafi verið for- senda fyrir því að byggð hefur haldist svo víða sem raun ber vitni, þrátt fyrir allt. Staðreyndin er nefnilega sú að ef ekki hefði komið til breyting á sjávar- útveginum þá hefði byggð í landinu raskast stórlega, svo mjög að byggð á heilu landsvæðunum hefði lagst af. Um þetta mættu þeir gjarnan hugsa sem andmæltu á sínum tíma breyting- um í sjávarútveginum í frjálsræðisátt." 14 mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.