Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1999, Blaðsíða 29

Ægir - 01.05.1999, Blaðsíða 29
Hlutverk samtaka sjómanna og siómannafélaganna vegna kjarasamninga. Staðreyndin sé sú að frá öllum hreinu sjómannafélög- unum komi kröfugerðir sem hafðar séu til hliðsjónar þegar heildarkröfugerð Sjómannasambands íslands er mótuð. „Ég fullyrði þar af leiðandi að kröfu- gerðir okkar í kjarasamningum koma úr grasrótinni, frá hinum vinnandi sjó- manni sem málin brenna á," segir Konráð. Sterkari saman Aðspurður um þá vinnu sam framund- an er í könnun á viðhorfi félagsmanna gagnvart stofnun eins sjómannafélags yfir landið allt segist Konráð hlynntur þeirri breytingu en segir að mikið vatn muni renna til sjávar áður en til verði eitt og sameinað félag upp úr þeim 38 félögum sem nú eru á landinu. „Hugmyndin á bak við þetta er að til verði þjónustudeildir út um allt land og ég tel að mögulegt verði að veita betri þjónustu en víða er veitt í dag. Einingarnar eru alltof litlar og marg- ar í dag og þar af leiðandi eru okkur erfiðara að ná samstöðu þegar kemur að kjarabaráttu eða öðrum sameigin- legum málum." Æskilegast að ná sjómönnum saman í eitt félag - segir Sigurður Olafsson, formaður Sjómannafélags Isfirðinga I okkar félagi eru um 170 félags- menn en í raun eru hér á ísafirði mun fleiri sjómenn en við erum með gagnkvæman samning við verkalýðs- félagið Baldur og þar af leiðandi eru margir úr okkar hópi í því félagi,“ segir Sigurður Ólafsson, formaður Sjómannafélags Ísafirðinga. Sigurður segir að þegar fyrir dyrum stendur kjarabarátta þá fjölgi félagsmönnum en annars hefur félagsmannafjöldinn haldist svipaður ef horft er til lengri tíma. Sigurður telur að jafnvel þótt af stofnun eins landsfélags sjómanna verði þá muni þjónusta við sjómenn á ísafirði verða jafnvel betri en nún er í dag. „Hugmyndin um eitt landsfélag gengur út á að styrkja sjómenn gangvart kjarasamningum og gera baráttuna markvissari. Ég held að það sé tímanna tákn að breyta félagsuppbyggingu sjómanna og hjá okkar félagi hafa verið þau sjónarmið uppi að stefna beri að því að koma í eitt félag jafnt undirmönnum sem yfirmönnum. Baráttumálin eru á margan hátt þau sömu og þar af leiðandi sé ég ekki annað en til geti orðið eitt félag þessara aðila í framtíðinni,“ segir Sigurður. Sjómannafélag Isfirðinga var stofnað árið 1916 og er því eitt af elstu sjómannafélögum landsins. Sjómannafélag Reykjavíkur mun vera eldra, stofnað árið 1915. Höfum oft náð að stöðva þátttöku sjómanna í kvótakaupum - segir Elías Björnsson, formaður Sjómannasfélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum Svœðisbwicinu sjómannafélögin hafa miklu hlutverki að gegna og sjómenn nýta sér þjónustu okkar þegar upp koma mál sem á þeim brenna. Fyrst og fremst erþá utn að rœða réttinda- og kjaramál og deilur um fiskverð koma gjarnan inna á okkar borð með einum eða öðrum hœtti," segir Elías Björnssoit, formaður Sjómannafélagsins fötuns í Vestmannaeyjum. „Ég tel að við höfum náð að stöðva í nokkrum tilfellum óeðlilega þátttöku sjómanna í kvótakaupum. Að mínu mati er hlutverk okkar ekkert síðra en var á árum áður en hlutverkið hefur vissulega tekið miklum breytingum í áranna rás," segir Elías og hann leynir ekki þeirri skoðun sinni að sameina þurfi sjómannafélögin á landinu og gera þeim auðveldara að stunda sína kjarabaráttu. „Ég er þess fullviss að fiskverðs- málin væru í öðrum farvegi ef til væri eitt sjómannafélag yfir landið. Per- sónulega er ég ekki maður miðstýr- ingar en í þessu máli sé ég ekki aðra leið færa. Hér í Vestmannaeyjum er mikill stuðningur við stofnun eins landsfélags undirmanna enda er það frumskilyrði ef þessi hópur á ekki að verða undirmálshópur þegar kemur að samningum um kaup og kjör." ---------------ÆGIR 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.