Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1999, Page 36

Ægir - 01.05.1999, Page 36
M'ergi ehf. í Hafnarfirði er nýtt þjónustufyrirtœki í sjávarút- veginum sem sérhcefir sig í innflutn- ingi og sölu á brennsluhvata fyrír skipa- og bátaeldsneyti. Nafn sitt dregur fyrirtœkið afhvatanum sjálf- um en hantt er fluttur hingað til lands frá Svíþjóð og ber vöruheitið Mergi. Auk þess að flytja inn og selja brennsluhvatann hefur Mergi ehf. til sölu olíuhreinsikerfi en slík kerfi eru að verða svo fullkomin nú til dags að hcegt er að nota sömu olíu árum sarnati efrétt er á spilum haldið! Gunnar Sæmundsson, véltækni- fræðingur, er einn af eigendum fyrir- tækisins og veitir því forstöðu, jafn- framt því að reka systurfyrirtækið Sæ- tækni ehf. Hann segir að með brennsluhvatanum Mergi og olíu- hreinsibúnaðinum Europa sé fyrirtæk- ið að koma til móts við ákall um aukna umhverfisvernd og minni mengun frá fiskiskipum og bátum. Gunnar segir í samtali við Ægi að brennsluhvatinn auki brunahæfni eldsneytisins. „Það hafa verið gerðar margar próf- anir á Mergi-hvatanum og þær sýna 36 ÆGiIR Gunnar Sasmundsson glaðhlakkalegur með „endurlífga" með nútíma tcekni. allar fram á mikla virkni hans. Det Norske Veritas hefur gert „sprengipróf- un" á Mergi og staðfest er að hvatinn breytir orkugildi eldsneytis og skilar að lámarki orkuaukningu upp á 4% segir Gunnar. Verulegur sparnaður í olíu Með því að draga úr sóti þá minnkar líka slit á vélarhlutum, s.s. útblást- urslokum, stimplum, stimpilhringjum og slífum. Síðast en ekki síst er síðan minni mengun af útblæstrinum og það er lykilatriði," segir Gunnar. Útreikningar sýna að miðað við smurolíu í glasi. Notaða smurolíu má uppgefinn eldsneytissparnað með notkun Mergi þá getur útgerð sem notar 2 þúsund lítra af eldsneyti á ári sparað sér um 600 þúsund krónur með notkun hvatans. Nú þegar er Mergi-hvatinn notaður um borð í skipum Samherja hf., Út- gerðarfélags Akureyringa hf. og Granda hf. Endurunnin smurolía! Getur smurolía enst endalaust? Þetta er spurning sem óneitanlega vaknar vegna olíuviðhaldskerfa sem nú fást á markaðnum. Mergi ehf. flytur inn svo- kallað Európa Filter olíuhreinsikerfi sem hreinsar út úr olíunni svokallaðar mikroagnir. „Olían sem slík slitnar ekki og þess vegna er talað um olíuviðhald. Það sem skemmir olíu er vatn eða agnir sem blandast við olíuna en þessa hluti má hreinsa út á nýjan leik og fá olíuna sem nýja. Þetta er ekki svo lítið atriði þegar haft er í huga að um 85% bilana í kerfum, þ.e. vélum og glussakerfum eru vegna óhreininda í oliu. Þar af leiðandi má svara þeirri spurningu ját- andi að olía getur enst endalaust ef rétt er að farið," segir Gunnar. Mergi ehf. í Hafnarfirði selur brennsluhvata fyrir eldsneyti og olíuviðhaldskerfi fyrir skip: Komið til móts við umhverfisverndar- sjónarmiðin

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.