Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1999, Qupperneq 37

Ægir - 01.05.1999, Qupperneq 37
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Daníel Árnason, stjómarformaður Ako Plastos. um sjávarútvegsins," segir Daníel en á sjávarútvegssviðinu telur hann stærsta markhópinn í framleiðslu plastum- búða. Pökkun að aukast í sjávarútvegi Yfirstjórn Ako Plastos verður á Akur- eyri en á höfuðborgarsvæðinu verður öflug þjónustumiðstöð. Á næstu mán- uðum verður byggt nærfellt 2000 fer- metra hús undir framleiðsluna á Akur- eyri til viðbótar því húsnæði sem Ako Plastos hefur keypt af Akureyrarbæ, húsnæði sem nú hýsir Rafveitu Akur- Nýiplastrisinn Ako Plastos mun framleiða 2400 tonn á ári: Stærsti markhópurinn er í sj ávarútvegi Plastframleiðshifyrirtœkið Akoplast á Akureyri hefur keypt meirihlutann í Plastos wnbúðum í Garðabœ og verða framleiðsludeildir fluttar til Akureyrar á nœstu mánuð- um. Daníel Árnason hjá Ako Plastos segir að framleiðsla fyrir sjávarátveg- inn verði veigamikill þáttur í starf- seminni, líkt og verið hefur undan- farin ár hjá Akoplasti. „Styrkur okkar hjá Akoplasti hefur legið í framleiðslu fyrir sjávarútveginn og á því sviði höfum við sótt í okkur veðrið, ekki hvað síst úti á lands- byggðinni. Ég tel að með því að fyrir- tækin leggja nú saman krafta sína þá eykst tæknileg geta þeirra og þar með verður auðveldara að fylgja eftir þörf- eyrar. Daníel telur að fyrir næstu ára- mót verði flutningum framleiðslu- deiida úr Garðabæ lokið og þar með verði sameiningarferlið að mestu gengið yfir. Þá taki við frekari mark- aðsöflun og vöruþróun. „í sjávarútvegi er þróunin sú að pökkun er að aukast og það kallar á meiri og vandaðri umbúðir. Þörfin á áprentuðum umbúðum er líka vax- andi og henni munum við mæta með nýjum vélbúnaði sem við fáum á næstu mánuðum. Eftir sem áður verð- ur einnig mikil framleiðsla hjá okkur fyrir sjóvinnsluna en þar er fyrst og fremst um að ræða óáprentaðar vörur, s.s. milliplast í öskjur og slíkt," segir Daníel. Selt til Norður-Noregs Á sjávarútvegssýningunni í haust mun Ako Plastos kynna framleiðslu sína en Daníel leggur á það áherslu að vöru- vöndun og gæðauppbygging fram- leiðslunnar verði í fyrirrúmi í fyrirtæk- inu, líkt og jafnan hafi verið hjá Akoplasti áður. „Viðskiptavinir gera í vaxandi mæli eigin útttektir á framleiðendum og sí- fellt auknar kröfur í sjávarútveginum leggja okkur auknar skyldur á herðar að vinna vel að gæðamálum. Við höf- um alltaf gert okkur grein fyrir þessum skyldum og höfum byggt þann anda upp meðal okkar starfsmanna að vanda til framleiðslunnar og tryggja fyrsta flokks gæði," segir Daníel. Heildarframleiðsla hjá Ako Plastos er áætluð um 2400 tonn á ári og tæp- lega helmingur framleiðslunnar verð- ur fyrir sjávarútveginn. Nú þegar selur fyrirtækið plast til tveggja sjávarút- vegsfyrirtækja í Norður-Noregi og Daníel segir tækifæri á erlendum vett- vangi koma upp í tengslum við verk- efni annarra íslenskra fyrirtækja, s.s. framleiðenda á tækjabúnaði fyrir sjáv- arútveg. „Okkar stærsti markaður verður eft- ir sem áður heimamarkaðurinn og að honum lögum við okkar uppbygg- ingu," segir Daníel. Unnið að framleiðslu á milliplasti fyrir frystitogara. AGIR 37

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.