Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1999, Page 7

Ægir - 01.09.1999, Page 7
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Fiskifélagsfólk og starfsmenn Athygli í básnum á sjávar- útvegssýningunni. Frá vinstri: Atli Rúnar Halldórsson, Athygli, Þorsteinn G. Gunnarsson, Athygli, fóhann Ólafiir Halldórsson, ritstjóri Ægis, Guöbergur Rúnarsson, Fiskifélagi fslands og Elínbjörg Magnúsdóttir, stjómarmaður í FÍ. Fjölsóttur bás Athygli og Fiskifélags íslands Fiskifélag íslands og kynningarfyrirtækið Athygli ehf., sem er samstarfsaðili Fiskifélags ísiands í útgáfumálum, deildu með sér bás á Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi og kynntu starf sitt. Aukablað Ægis um sýninguna rann út eins og heitar lummur og gestum var kynnt hin viðamikla útgáfa Fiskifélagsútgáfunnar, þ.e. á Ægi, Sjómannaalmanakinu og Kvótabókinni, sem og starf Fiskifélags íslands. Á meðan á sýningunni stóð rak Athygli ehf. litla netfréttstofu og voru fréttir af sýningunni skrifaðar í básnum og vistaðar beint inn á heimasíðuna www.athygli.is. Þetta framtak vakti sannast sagna athygli á sýningunni og var ekki óalgengt að rekast á fréttasíðuna uppi á nettengdum tölvum í básum sýnenda. Heldur dregur úr hagnaði í sjávarútveginum Fiins og sjá má á saniantcklinni hér að neðan cr gcngi hlutafclaga í sjávarútvegi, sein skráð eru á Verðbréfaþingi ísiands, nokkuð misjafnt á fyrri hiuta ársins. I hcild sinni virðist hagnaður á árinu ætla að verða nokkru minni en í fyrra og er augljóst að þar spilar minnkandi vciði uppsjávarfisks stærsta hlutverkið. 6 niánaða tippiriör 1999 1998 Grandi hf. 361 324 HB 295 253 Marel 225 -77 Skagstrendingur 130 73 Sæplast 21 7 Þorhjörn 188 111 Þormóður rannni - Sæherg 183 127 Hampiðjan 87 102 Hraðfrystihús Eskifjarðar 143 275 Hraðfrystistöð Þórshafnar -13 Islenskar sjávarafurðir 39 -209 Sandierji 200 506 SH -154 57 SÍF 51 441 Síldarvinuslan 83 209 SR Mjöl -60 155 Tangi 83 85 ÚA 180 192 Seiðatalningin jákvæð Hafrannsóknarstofnunin hefur birt fyrstu niðurtöður úr seiðataln- ingu í leiðangri umhverfis landið sfðsumars. Niðurstöðurnar taka til þorsks, ýsu og loðnu og eru afar já- kvæðar. Vísitala þorks var sú Iang hæsta frá því seiðarannsóknir hófust árið 1970 og seiðavísitala ýsu var sú önnur hæsta sfðan mælingar hófust. Ýsuseiðin voru nokkuð undir með- allagi. Seiðavísitala loðnu var há eða sú sjötta hæsta frá upphafi. Stærð loðnuseiðanna var talsvert yfir lang- tímameðaltali. ÆGIR 7

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.