Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Síða 22

Ægir - 01.09.1999, Síða 22
Kjartan B. Sigurðsson, sjómaður í Þorlákshöfn: Hannaði vinnuhest í beituskurðinn -afkastar á við sjö vana beituskurðarmenn lþjóðleg sjávaríítvegssýning er ekki aðeins vettvangnr hinna stóru í sjávarútveginum heldur eiga þeir smcerri í greininni líka ntikla möguleika ígegnum sýningu afþessu tagi. Það sannaðist hjá Kjartani B. Sigurðssyni, sjómanni í Þorlákshöfn, sem undanfarin ár hefur velt vöng- um yfir hugmynd að beituskurðarvél sem hann svo hrinti í framkvœmd í vetur. Kjartan hefur verið á sjó yfir vetr- artímann og gjarnan gripið í beitn- ingu og þekkir því vel til þess hvernig þarf að standa að skurði á beitu fyrir línuveiðar. Vegna þess hversu erfitt starf það er að skera beitu, og hve erfitt það reynist línumönnum að fá góða beituskurðarmenn, fór Kjartan að þróa vélbúnað í skurðinn og sýndi á íslensku sjávarútvegssýningunni vél sem nú þegar er komin í notkun hjá tveimur aðilum hér á landi. Skemmst er frá því að segja að vélin afkastar pönnu af beitu á mínútu og getur því auðveldlega leyst úr því vandamáli fyrir útgerðirnar. „Ég kom inn á sjávarútvegssýning- una í Kópavogi með aðeins tveggja daga fyrirvara þannig að ég hafði lít- inn tíma til að búa mig undir þessa kynningu. Engu að síður liggja nú fyrir hjá mér fyrirspurnir frá um 10 aðilum og það er langt umfram mín- ar vonir fyrir sýninguna. Þetta þýðir að ég fer núna á fulla ferð að fram- leiða beituskurðarvélar en auk sam- banda við viðskiptavini komst ég einnig í samband við aðila sem eru Kjartan B. Sigurðsson við beituskurðarvél- ina. Eins og sjá má fer lítið fyrir vélinni, enda er rýmið í beitningaskúrunum af skornum skammti og nauðsynlegt að tœkjabúnaðurinn sé fyrirferðarlítill. að bjóða mér ýmsa hluti í vélina á hagstæðara verði en mér hefur boðist hingað til," segir Kjartan í samtali við Ægi. Afköstin mikil Beituskurðarvél Kjartans er ætlað að skera síld og makríl í beitu fyrir handbeitningu. í henni er búnaður sem klífur beituna fyrst og sker sam- tímis en einnig býður Kjartan upp á vél án kljúfara og þá hentar vélin fyr- ir smokkfisk og fyrir beitningartrekt. Hver biti er 25 mm þykkur, sé skorið með kljúfara, en 20 mm ef skorið er án kljúfara. „Staðreyndin er sú," segir Kjartan, „að það er erfitt að finna góða menn í beituskurð nú til dags. Sömuleiðis er vélin mun fljótari að skera en vön- ustu menn. Ég hef tekið tímann á vönum mönnum og sýnist að þeir komist niður í 7 mínútur í skurð á hverri pönnu á meðan vélin afkastar pönnu á mínútu. Afköstin eru því á við sjö vana menn," segir Kjartan en miðað er við að hráefnið sé álíka frosið þegar það er matað í vélina eins og það er fyrir handskurð. Engu að síður ræður vélin við að skera full- frosið hráefni, enda drifin áfram af kraftmiklum rafmótor. Fyrsta beituskurðarvélin sem Kjart- an smíðaði var í notkun í Þorláks- höfn síðastliðinn vetur og nutu 15 smábátasjómenn góðs af henni. Undir vor seldi Kjartan aðra vél til Grindavíkur og nú stefnir í að vélar fari vítt og breitt um landið. "Ég held líka að vélarnar kynni sig vel sjálfar þegar menn sjá þær uppsettar í beitn- ingaskúrunum enda sjá menn erfiðið við beituskurðinn fokið út í veður og vind," segir Kjartan B. Sigurðsson. Horft ofan í vélin. Fiskinum er stungið frosnum niður í trektina og út kemur á augabragði tilbúin beita. 22 ÆGIR jóhann Ólafiir Hallciórsson

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.