Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 40

Ægir - 01.09.1999, Blaðsíða 40
Staðsetning Kuldabola í Þorlákshöfii er góð, enda stutt að fara til stœrstu staða á suðvesturhorninu. löngu þar til við verðum komnir með góða nýtingu á húsið. Áhuginn strax á fyrstu vikum staðfestir það. Við reikn- um með að helsta markaðssvæðið á landi verði Suðurland, Suðvesturhorn- ið og Vesturland en vissulega geta við- skiptavinir víðs vegar að af landinu séð sér hag í að notfæra sér geymslu- þjónustu hjá okkur," segir Gestur en neitar því að ísfélag Þorlákshafnar sé að leggja í samkeppni við frysti- geymslur skipafélaganna með rekstri Kuldabola. „Nei við metum það svo að mark- aðurinn sé stækkandi og full þörf á viðbótargeymslurými. Við erum því síður en svo í samkeppni við skipafé- lögin og vonandi hafa þau þörf fyrir að notfæra sér okkar þjónustu," segir Gestur. Ætlunin er að innan tíðar verði starfsemi Fiskmarkaðarins í Þorláks- höfn flutt í húsnæði Kuldabola en ís- félag Þorlákshafnar á stóran hlut í markaðinum. Bygging Kuldabola var í höndum ístaks en fjöldamargir undirverktakar komu að verkinu, s.s. Kælismiðjan Frost, sem annaðist kæli- og frystikerfi, Iðnval ehf., sem sá um ráðgjöf, eftirlit og forhönnun kæli- og frystikerfis, Tölvumyndir, sem sá um birgðastjórn- unarkerfi og Arkitektastofan ehf., sem annaðist hönnun hússins. Kuldaboli í gagnið í Þorlákshöfn /'sfélag Þorlákshafnar hefur tekið í notkun 2000 fermetra frysti- og kœligeymslu sem œtlað er að þjón- usta matvœlafyrirtœki. Forsvars- menn Isfélagsins segja fyrst og fremst horft til þjónustu við sjávarútveginn íþessu samhandi og verður höfðað til innlendra sjávarátvegsfyrirtœkja, sem og xítgerða erlendra vinnsluskipa sem gera lít á mið í nágrenni við landið. í húsinu er 20000 rúmmetra frystisými og rúm fyrir 800 kaslibretti. „Jú, það er rétt að markaðssvæði okkar er raunar bæði landið og mið- in," segir Gestur Ámundason, fram- kvæmdastjóri Kuldabola í Þorláks- höfn, en það nafn hefur nýja frysti- og kæligeymslan hlotið. „Okkar markmið er að ná til okkar nýjum aðilum sem þurfa á þessari þjónustu að halda. Við töldum okkur skynja þörf á viðbótarrými í frysti- og kæligeymslu og miðað við viðtökurnar sem við höfum fengið þá var þörfin greinilega fyrir hendi. í frystivörunni er bæði um að ræða afurðir og ekki síður hráefni sem vinnslurnar þurfa að geyma um tíma. í kælivörunni er að stórum hluta um að ræða saltfisk sem fer með beinum áætlunarsiglingum héðan frá Þorlákshöfn Evrópu, sérstaklega til Spánar og Portúgals," segir Gestur. Leitað viðskipta við erlendar útgerðir Gestur segir að nú sé þegar hafið markaðsstarf sem beinist sérstaklega að útgerðum erlendra vinnsluskipa á hafsvæðinu í kringum ísland. Vegna beinna siglinga frá Þorlákshöfn til Evr- ópu geti verið mikil hagkvæmni fólgin í því fyrir útgerðirnar að landa í Þor- lákshöfn og njóta þjónustu Kuldabola þar til afurðirnar fara um borð í flutn- ingaskip. „Við höfum trú á að ekki líði á Nýja frysti- og kœligeymslan Kuldaboli er mikið mannvirki og innandyra er að finna fullkomnasta biinað til stýringar í nútíma birgðastöð. 40 MGin -------------------------------------------------------

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.