Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1999, Síða 41

Ægir - 01.09.1999, Síða 41
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEOI Börkur NK-122. Börkur NK kominn úr breytingum - héltþegar til kolmunnaveiða /'slenskar útgeröir eru nú í óða önn að gera skip sín þannig úr garði að bœtur hœfi veiðum á kolmunna í landhelginni. Börkur NK-122 á Neskaupstað er nýkominn til heimahafnar eftir breytingar í Englandi. Breytingarnar kostuðu nálœgt 400 milljónum króna. í Berki var komið fyrir tæplega 7400 hestafla vél af gerðinni Caterpillar 3616 frá Heklu hf. Við vélina var sett- ur nýr gír og 3,6 metra skrúfa. Ný ljósavél var sett í skipið en í heild var komið fyrir nýju vélarrúmi á Berki. Skipið var lengt og breikkað aftan til jafnhliða sem vélarrúmi var komið fyr- ir og lengdist Börkur við breytingarnar um 80 sentimetra. Sett voru í skipið ný Rapp togspil frá Gróttu hf. og hefur skipið togkraft Breytt fiskiskip upp á um 90 tonn. Þá var nýrri bóg- skrúfu komið fyrir, nýrri hliðarskrúfu og Ulstein stýri og stýrisvél. Skipið var loks málað með Jotun skipamálningu frá Málningu hf. Eftir breytingarnar er Börkur orðinn annað öflugasta kolmunnaveiðiskip flotans en fyrr í sumar kom Hólma- borgin úr hliðstæðum breytingum. Börkur hélt þegar til kolmunnaveiða, enda hafð skipið tafist nokkuð hjá skipasmíðastöðinni í Englandi miðað við upphaflegar áætlanir. REVTINGUR Fullkominn fj arskiptabúnaður Danska fyrirtækið Thrane & Thrane hefur sett á markað nýtt fjölstefnuloftnet, TT-3005 M Capsat Maritime Antenna, sem kemur í stað hins eldra Inmarsat-C loftnets frá T&T. Þetta loftnet er mjög lítið, 178 x 122 mm en að sögn framleiðenda sérlega öflugt. Flutningsgeta þess er 32 kílóbæti, sem gerir kleift að senda alls kyns myndir um gervi- hnött. Loftnetið tekur Inmarsat-C og GPS sendingar og auðvelt er að tengja TT-3020C GMDSS Capsat og 3TT-022D sendi/móttakara við það. Fjarlægð frá sendi/móttakara til loft- nets má vera allt að 100 m. T&T hefur einnig hafið fram- leiðslu á TT-3000CM Capsat GMDSS Dual Mode System, sem samsvarar bæði Inmarsat-C GMDSS/Fishery og Maritime Mini- M. Framleiðandi segir kerfið bæði uppfylla kröfur til gervihnattasam- bands fyrir A3 svæði og þarfir fiski- skipa. Kerfið tekur einnig til símtala, fax- og tölvusendinga. Sé Inmarsat- C neyðarskeyti sent er samtímis hægt að hringja í fyrirfram skilgreint símanúmer, t.d. neyðarnúmer, og tryggja þannig að björgunaraðgerðir hefjist eins fljótt og mögulegt er. (World Fishing) ÆGIR 41

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.