Ægir - 01.12.1999, Síða 5
Pétur Bjarnason, framkvœmdastjóri Fiskifélags íslands:
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Heimur
batnandi fer
Umræða um umhverfismál ein-
kennist oft af því hve hart er gengið
að náttúrunni á ýmsa lund og hve
skammt sé í að athafnir mannanna
kollsteypi vistkerfinu og grundvelli
lífsins. Heimsendir er sem sagt
skammt undan. Um þetta hafa verið
skrifaðar lærðar bækur.
Á síðasta ári kom í Danmörku út
bók, sem ekki hefur látið mikið yfir
sér. Bókin heitir „Verdens Sanne Til-
stand" eða „Hið sanna ástand heims-
ins" og er eftir Björn Lomberg, lektor
við Háskólann í Árósum. í bókinni
kveður við nokkuð annan tón en í
bókum heimsendaspámanna. Höfund-
urinn fer með skipulögðum og sann-
færandi hætti yfir þau vandamál sem
valdið hafa áhyggjum um framtíð og
velferð mannkyns varðandi umhverf-
ismál. Niðurstaða höfundar er önnur
en heimsendaspámannanna. Hann
kemst að því að þrátt, fyrir allt sé
heimurinn betri staður að búa á nú en
nokkurn tíma fyrr. Við getum vænst
lengri lífdaga og betri heilsu en fyrri
kynslóðir. Loft- og lagarmengun hefur
minnkað, óþarfi er að hafa áhyggjur af
orkuskorti og að ekkert er líklegra en
að við getum um ókomna framtíð lif-
að í sátt og samlyndi hér á jörð án
þess að líða skort af nokkru tagi.
Áhyggjur okkar stafa fyrst og fremst af
fordómum, sem umfjöllun um um-
hverfismál - m.a. í fjölmiðlum - hefur
skapað og af ónógri greiningu vand-
ans.
Lokaorð bókarinnar eru: „Börn sem
Leiðari
fœðast nú - bœði í þróuðu og íþróunar-
löndunum - munu lifa lengur og vera
heilbrigðari, þau munu fá meira að
borða, betri menntun, njóta betri lífs-
kjara, fleiri tómstunda og eiga langtum
fleiri möguleika - án þess að umhverfi
jarðar bíði skaða af.
Og þetta er fagur heimur.
Njóhim hans."
„Hið sanna ástand heimsins" er bók
sem vissulega ber með sér að höfund-
urinn er fuliur bjartsýni um framtíð
jarðarinnar. Og boðskapur bókarinnar
hljómar á skjön við flest það sem við
heyrum um umhverfismál. Það ber þó
að varast að afgreiða bókina með létt-
úð. Höfundurinn leitar víða fanga og
styður niðurstöður sínar með mörgum
tilvísunum. Niðurstöður höfundar eru
afrakstur vinnu og rannsókna, sem
taka ber alvarlega, og þær gefa okkur
tækifæri til að sjá veröldina með raun-
særri og bjartsýnni augum en áður.
Höfundur horfir ekki fram hjá vanda-
málunum heldur setur þau í eðlilegt
samhengi við möguleika okkar til að
leysa þau í stað þess að eingöngu að
óttast afleiðingarnar.
Það er ánægjuefni um áramót að
geta komið til lesenda rökstuddum
boðskap um að sá heimur sem við lif-
um í er ekki á vonarvöl heldur fer sí-
fellt batnandi.
Ægir óskar lesendum sínum gleði-
legra jóla og farsæls komandi árs.
Mm 5