Ægir - 01.12.1999, Side 7
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
Flokkunarvélarnar frá Style fá mikið lofhjá japönskum fiskkaupendum:
r
Utflutningur
hefur aukist verulega í ár
- jlokkunarvél fyrir bláber í smíðum fyrir aðila í Bandaríkjunum
JT^yrirtœkið Style Intemational í
-T Kópavogi hefur vaxið jöfnum
skrefum frá því kom fram fyrir
nokkrum árum með nýja gerð af
flokkurum fyrir uppsjávarfisk. Flest-
ar stcerstu vinnslustöðvamar á upp-
sjávarfiski hérlendis hafa tekið í
notkun flokkara frá fyrirtœkinu en
síðustu misseri hefur orðið hröð
aukning í útflutningi. Eitt afeftir-
tektarverðasta verkefni fyrirtœkisins
nú um stundir er smíði á flokkunar-
vél fyrir bláber.
Style hefur nú framleitt 50 flokkara
sem notaðir eru til flokkunar á loðnu,
síld, kolmunna, makríl, brislingi, sard-
ínum og rækju. í smíðum eru vélar til
flokkunar á karfa og öðrum fiskteg-
undum
Style International er í eigu Ragnars
M. Magnússonar og fjögurra sona
hans og segir Ragnar að flokkararnir
hafi hlotið mikið lof kaupenda frá því
þeir fyrstu voru settir upp hér á landi
fyrir fáum árum. ,
„Vélarnar hafa sannað sig í uppsjáv-
arfiski, svo vel að fiskkaupendur í Jap-
an krefjast þess að þær séu notaðar við
flokkun á fiski sem þeir kaupa," segir
Ragnar.
Style-flokkarar eru nú í notkun í
fjórum löndum. Flestir eru á íslandi en
einnig hefur Style selt til Kanada,
Skotlands og Noregs, en nokkrar vélar
hafa verið seldar þangað á þessu ári.
Hönnun Style-flokkaranna gerir að
verkum að þeir henta til annarra verk-
efna en flokkunar á fiski. Þannig hefur
nú Style í smíðum vél fyrir aðila í
Bandaríkjunum sem ætlað er að flokka
bláber í fjóra flokka og segir Ragnar að
vélin muni marka tímamót hjá fyrir-
tækinu, enda sé landbúnaðargeirinn
til muna stærri en sjávarútvegurinn í
heiminum. Til þessa hafi íslensk fyrir-
tæki lítið sinnt smíðum á vélum og
búnaði fyrir landbúnaðinn en á því
verði vonandi breyting.
Style er nú nýflutt í eigið 1650 fer-
metra húsnæði. Þar segir Ragnar að
komið verði upp fullkomnasta blást-
ursbúnaði í Evrópu fyrir ryðfrítt efni
og muni það auka gæði framleiðslu
fyrirtækisins.
Tveir af feðgunum í Style Intemational,
Leifur Ragnarsson og Ragnar M. Magnús-
son í kynningarbás Style á íslensku sjávar-
útvegssýningunni
ÆGIR
7