Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1999, Side 16

Ægir - 01.12.1999, Side 16
einast eða fjárfesta hvert í öðru. Menn eru ekki einungis að nýta betur kvóta, skip og hagræða, heldur einnig búa sig betur undir sveiflur sem ætíð verða. Eignarhaldsbreytingar innan sjávarút- vegs voru óvenjumiklar á árinu og all- ar líkur á að sú þróun haldi áfram. Á sama tíma eru menn að undirbúa sókn í nýjar uppsjávartegundir, m.a. með miklum endur- og nýfjárfesting- um í skipum sínum. Aukin stærð og styrkur fyrirtækjanna gera þeim þetta auðveldar en ella. Þá er erfitt að skilja við árið án þess að minnast á þær breytingar sem við hjá SH höfum gengið í gegn um. SH hefur á árinu lagað sig að þeim breytingum í ís- lensku sjávarútvegsumhverfi sem áður var lýst. Fyrirtækið leggur nú áherlsu á bein sam- og viðskipti framleiðenda og erlendra markaðsfyrirtækja SH. Þetta hefur kallað á erfiðar aðgerðir þegar fækka hefur þurft störfum. En eftir þær er SH reiðubúið að takast á við spennandi verkefni á nýrri öld." /„íslendingar stofnuðu á tíma- bili til þó nokkurra fjárfestinga í er- lendum sjávarútvegi. Menn hafa síð- ustu árin lært af reynslunni hvernig það er að reka sjávarútvegsfyrirtæki nær og fjær. Þegar betur hefur verið unnið úr þeim lærdómi, er ekki ólík- legt að önnur hrina erlendra fjárfest- inga fari af stað. Annars er viðbúið að allt umhverfi veiða og vinnslu muni í framtíðinni mótast meir og meir út frá sjónarmiðum um umhverfismál. Ekki er nóg að sanna að afurðirnar séu góð- ar og heilnæmar, heldur þarf að sýna fram á að vel sé gengið um auðlind- ina, sjávarbotn ekki eyðilagður, meng- un haldið í lágmarki og svo framvegis Ég varð vitni að því fyrir skömmu að Kanadamenn, nánar tiltekið á Nova Scotia, eru komnir fram úr okkur á vissum sviðum. Þar tók einkafyrirtæki sig til og kortlagði sjávarbotninn í þrí- vídd og tilheyrandi litum eftir botn- lagi. Síðan seldi fyrirtækið öðrum út- gerðum eintök af kortinu. Þegar þetta 16 NGÍR ■------------------------- var rétt notað gátu menn áttað sig á hvar fisk væri helst að finna sem jók veiði á togtíma, sparaði olíu, og upp- lausnin var slík að unnt var að forðast viðkvæm svæði á botninum svo sem kóralsvæði. Þarna haldast sem sé í hendur hagrænar forsendur og um- hverfisvernd. íslendingar standa að ýmsu leyti framarlega en geta gert enn betur á þessu sviði." IZelcsh'ctrfovsenclitr skulu frcnnctr bygg'ðcimálinn - segir BjörgótfurJóhammon, framlróa'nida- sljóri Sildaröinnslunnar i jjeskaupstað má rekja til ársins 1999. Sameiningar einkenna að einhverju leiti árið 1999 þó svo að sú stærsta gangi ekki eftir sem veldur nokkrum vonbrigðum." , „Óvenju miklar hræringar í sjávar- útvegi, hvort sem horft er til útgerðar, vinnslu eða sölu eru helstu ein- kenni ársins 1999, að mínu mati. Miklar breyt- ingar urðu hjá fyrirtækj- um sem selja afurðir hvort sem horft er til SH, SÍF eða ÍS. SH vann að verulegum breyt- ingum og sameining SÍF og ÍS er nán- ast frágengin. Ljóst er að verulegar breytingar í þessum geira sjávarútvegs Björgólfhr Jóhannsson. „Árið 1999 hefur valdið nokkrum vonbrigðum hjá ýmsum fyrirtækjum í sjávarútvegi sérstaklega þeirra sem eru háðar veiðum og vinnslu uppsjávar- fiska. Ég tel hins vegar að það megi vænta góðs rekstrarárs á næsta ári þar sem flestir stofnar virðast vera í góðu horfi. Helst er óvissa með karfastofn- ana sem getur haft töluverð áhrif á ár- inu. Áfram má vænta þreifinga um samvinnu eða sameiningar. Verður fiskurinn jafh traust undirstaða undir þjóðarbúið á nœstu öld og á þeirri sem senn líður? /„Mikið veltur á því hvernig fisk- veiðistjórnunarkerfið þróast. Ljóst er að mikil átök verða um þetta fyrir- komulag á næstu árum. Ég reikna með því að núverandi kerfi verði að mestu þó svo að smærri breytingar verði gerðar á því. Að þessu gefnu sé ég fyrir mér að til verði enn stærri og öflugri fyrirtæki í sjávarútvegi sem kemur til með sam- vinnu eða sameiningum. Þessi fyrir- tæki verði betur í stakk búin til að takast á við verkefni framtíðarinnar sem felast meðal annars í öflugri markaðssetningu. Það sem ég tel að geti verið erfiðasta málið fyrir alla að- ila sem koma að sjávarútvegi er byggðamál. Ég tel að stjórnendur landsins verði að átta sig á og viður- kenna að sjávarútvegur getur ekki haldið uppi dreifðri byggð í landinu. Eitthvað annað verður að koma til. Rekstrarforsendur verða að vera framar byggðaforsendum. - Niðurstaða mín er því sú að fyrirtækjum í sjávarútvegi fækkar og þau stækka. Smærri aðilar verða auðvitað með en einingarnar verða öflugri og betur í stakk búnar til að takast á við stærri verkefni á al- þjóðavettvangi. Hluti af því er sala á sérfræðiþjónustu sem verður þá stærri þáttur í framtíðinni. Ég sé fyrir mér meiri menntun inni í fyrirtækjunum og að það verði eftirsótt að vinna hjá

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.