Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1999, Page 23

Ægir - 01.12.1999, Page 23
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI ÍS og þær miklu breytingar sem er ver- ið að gera á Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og koma til framkvæmda um ára- mótin. Þetta eru jákvæðir hlutir sem ég tel að eigi eftir að styrkja tengsl framleiðend- anna við markaðinn, með beinum tengslum þeirra við sölufyriræki SH erlendis." „Nú vil ég ekki gerast spámað- ur, en ég tel það að minnsta kosti alveg liggja ljóst fyrir að engum endapunkti er náð í sameiningu sjávarútvegsfyrir- tækja. Fjarri því. Þá verða fyrirtækin í vaxandi mæli á næstu árum að taka til- lit til umhverfismála, upplýsingakröfur neytenda um þær vörur sem þeir kaupa og neyta fara sífellt vaxandi, þannig að fyrirtækin munu í auknu mæli leggja áherslu á umhverfismál." SeiðaVisitalan Vekur bjartsýni - segirAmar Sigurmundsson, formaður SamtakaJiskoinnslustöðiia „Það sem ber hæst að mínu áliti á þessu ári í íslenskum sjávarútvegi eru niðurstöður mælinga Hafrannsókna- stofnunar, sem staðfesta að seiðavísi- tala þorsks hér við land er sú lang- hæsta frá því mælingar hófust fyrir tæpum þremur áratugum. Þessi ánægjulegu tiðindi gefa tilefni til bjart- sýni á aukinn þorskafla á íslandsmið- um á næstu árum. Samrunaferill fyrirtækja heldur áfram og fleiri og stærri sjávarútvegs- fyrirtæki eru skráð á Verðbréfaþingi ís- lands. Stjórnendur fyrirtækja í sjávar- útvegi eru sífellt að leita nýrra leiða í hagræðingu og aukin samkeppni hefur kallað fram breytingar á vinnslu- og launakerfum í fiskvinnslu. Eins og undanfarin ár hafa skipst á skyn og skúrir í rekstri fyrirtækjanna. Vaxandi þorskafli ásamt háu afurða- verði hefur hjálpað mikið í frystingu og söltun. Aflasamdráttur í rækjuveið- um setur afkomu rækjuvinnslunnar í mikinn vanda. Eftir nokkurra ára góð- æri og mikla uppbyggingu í mjöl- og lýsisvinnslu hefur slegið í bakseglið vegna verð- þróunar á heimsmark- aði. Þá hafa léleg afla- brögð í loðnuveið- um á haust- vertíðinni aukið á vand- ann. fslenskur sjávarútvegur er löngu orðinn markaðsvæddur og horfið frá miðstýringu fyrri ára. Starfsemi Kvóta- þings sem komið var á fót af opinber- um aðilum er spor aftur á bak og hindrar eðlileg viðskipti fyrirtækja og tuflar með þeim hætti hráefnisöflun fiskvinnslunnar. Þá er vissilega ástæða til þess að hafa þungar áhyggjur af þróun innlendra efnahagsmála. Mikill viðskiptahalli og tvöfalt meiri verðbólga en í okkar helstu viðskiptalöndum ógnar stöðu þjóðarbúsins. Þenslan í þjóðfélaginu, með tilheyrandi kostnaðarhækkunum, hefur neikvæð á samkeppnisstöðu út- flutningsgreina og þann stöðugleika sem treyst hefur afkomu atvinnurekstr- ar og verið grundvöllur bættra lífskjara hér á landi á síðustu árum." „Margir óvissuþættir ráða miklu um gengi sjávarútvegsins og þar verður næsta ár engin undantekning. 5% verðbólga og hækkað raungengi krón- unnar ógna samkeppnishæfni útflutn- ings- og samkeppnisgreina. Við þessar Sameiningarhrman hélt áfram á árinu 1999 og sást vel á sjávarútvegssýning- unni, t.d. hér í sameiginlegum bás Vaka og DNG, sem formlega sameinuðust á síð- asta hluta ársins. aðstæður er gengið til nýrra kjara- samninga. Óraunhæfar kröfur og hörð átök á vinnumarkaði geta auð- veldlega eyðilagt þann góða árangur sem náðst hefur. Þenslan í þjóðfélaginu, einkum á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt til umtalsverðar byggðaröskunar. Sjávar- plássin hafa ekki farið varhluta af þessari þróun og hefur þetta gerst á sama tíma og mörg sjávarútvegsfyrir- tæki hafa gengið í gegnum miklar breytingar." „Fyrirtækin munu eins og á þess- um áratug leita allra leiða til aukinnar hagræðingar sem mun leiða til frekari sameininga. Líklegt verður að telja að þessi þróun haldi áfram, sem mun leiða til þess að annars vegar verði til staðar nokkur stór fyrirtæki í veiðum og vinnslu og hinsvegar mikill fjöldi smærri fyrirtækja. - Ný öld mun auka vægi hvers konar rannsókna- og þró- unarvinnu í sjávarútvegi. Sama gildir um umhverfismál sem skipta sífellt meira máli í rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja og við sölu afurðanna." Ægisáskrift! Gott áramótaheit! * Askriftasími: 551 0500 Einar Valur Kristjánsson. Arnar Sigurmundsson ÆGJIR 23

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.