Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1999, Page 27

Ægir - 01.12.1999, Page 27
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGl skila góðri ársafkomu og um fyrirtækið hafði einn viðmælenda blaðsins þetta að segja: „Þrátt fyrir háværar raddir um að einingin „fjölskyldufyrirtæki" sé að líða undir lok er Þorbjörn rakið dæmi um að svo sé ekki. Þeir veðjuðu á frystiskip og saltfisk og það hefur geng- ið eftir. Hæfni stjórnenda félagsins er fyrir hendi og hafa þeir sannað það á árinu og tel ég að þeir eigi eftir að sanna það frekar á komandi tímum." Grandi hf. -eitt best rekna fyrirtæki landsins Flestir eru sammála um að ógjörningur sé að taka út fimm bestu sjávarútvegs- fyrirtækin 1999 án þess að Grandi sé þar á meðal. Afkoman sé jafnan góð en það sem helst sé fyrirtækinu fjötur um fót séu takmarkaðir möguleikar til frek- ari hagræðingar. Þó sé full ástæða til að taka eftir innkomu Granda í Hrað- Fyrirbœrið „ fjölskyldufyrirtœki" ekki liðið undir lok. frystihúsið - Gunnvöru hf., sem áður er getið um í umfjöllun um Þormóð ramma - Sæberg hf. Þrátt fyrir að allir séu sammála um að Grandi hf. muni skila góðri ársafkomu hlýtur versnandi útlit í karfaveiðum að hafa nokkur áhrif á fyrirtækið þar sem það er sterkt á því sviði. Síðari hluti árs mikilvægur fyrir Samherja Milliuppgjör Samherja fyrir fyrstu sex mánuði ársins olli greinilegum von- brigðum á markaðnum og því má segja að nokkurrar eftirvæntingar gæti varð- andi síðari hluta ársins. Samherji hefur á árinu haldið áfram að styrkja stöðu sína gagnvart öðrum innlendum fyrir- tækjum, t.d. tengsl við Síldarvinnsl- una, KEA/Snæfell og Skagstrending hf. en þá sérstöðu hefur Samherji í hópi sjávarútvegsfyrirtækja að vera komið að mörgkum leyfilegrar hlutdeildar í kvóta í einstökum tegundum. Þetta gerir sameiningarmöguleika takmark- aða. Á hinn bóginn benda margir á að í Samherja hf. sjáist ríkur vilji til starfs á alþjóðlegum vettvangi enda sé „Sam- herjamönnum sama hvaðan þeir rói - ef þeir bara rói!," eins og einn við- mælenda Ægis komst að orð. Utvegur1998 er kominn út í Útvegi má finna tölulegar upplýsingar um flest þaö sem viökemur sjávarútvegi, s.s: • fjármunamyndun • fiskafla og aflaverðmæti • hagnýtingu fiskafla • útflutning sjávarafurða • afla erlendra skipa sem unninn er á íslandi • afla erlendra ríkja sem veiða við ísland • heimsafla Útvegur er ómissandi uppflettirit fyrir þá sem leita tölulegra upplýsinga um sjávarútveg. Efnið er fáanlegt bæði á bók og geisladiski. Sölustaður: Hagstofa íslands, Skuggasundi 3,101 Reykjavík. Áskriftar- og pöntunarsími: 560 9866. Ilagstofa íslands Skuggasundi 3 101, Reykjavik Sími 560 9800 www.hagstofa.is ÁCÍR 27

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.