Ægir - 01.12.1999, Qupperneq 28
Jón Þ. Þór, sagnfrœðingur:
Öld
öfganna
- hugleiðingar um þróun sjávarútvegs á 20. öld
Fjöldi þilskipa á ytri höfninni í Reykjavík.
Ljósmyndir eru skemmtilegar
heimildir. Þœr Ijúga sjaidan en
lýsa ástandinu eins ogþað er á til-
teknum stað á því augnabliki sem
myndin er tekin. Eigi maður þess kost
að bera saman myndir, sem teknar
eru á sama staðnum með iöngu
millibili, fœst oft skemmtilegur sam-
anburður, sem segir mikla sögu.
Fyrir skömmu sá ég nýlega mynd,
loftmynd, af Reykjavíkurhöfn (gömlu
höfninni). Hún var tekin síðastliðið
sumar eða haust og við blöstu glæsileg
fiskiskip, skuttogarar, flestir fullkomin
frystiskip, sem geta verið að veiðum
vikum og jafnvel mánuðum saman,
nánast hvar sem fisk er að hafa. Bún-
aður þessara skipa er allur hinn full-
komnasti og mér er tjáð af kunnugum,
að vistarverur, viðgjörningur og allur
aðbúnaður skipverja minni um sumt
meira á hótel en það sem vænta megi
um borð í fiskiskipi. Skammt frá tog-
urunum blöstu við á myndinni stór
nótaveiðiskip og þar skammt undan
fjölmargir yfirbyggðir handfærabátar,
flestir úr plasti, undraefni 20. aldar-
innar. Var þetta íslenski fiskveiðiflot-
inn árið 1999 í hnotskurn?
A meðan ég virti fyrir mér þessa
mynd, skaut skyndilega upp í huga
mér annarri ljósmynd af Reykjavíkur-
höfn. Hún er miklu eldri, tekin nálægt
síðustu aldamótum, og þó líklega rétt
fyrir aldamótin, kannski árið 1899.
Þessi mynd hefur víða birst í bókum
og tímaritum. Á henni gefur að líta
fjölda þilskipa á ytri höfninni og við
28 MÆ. -------------------------
litlu steinbryggjurnar og í fjörunni má
sjá nokkra árabáta, jullur og feræringa,
ef til vill örfáa sexæringa. Flest bendir
til þess, að þessi mynd hafi verið tekin
að vetri til, ef til vill síðla vetrar. Það
skiptir þó ekki meginmáli, myndin
bregður upp svipleiftri af fiskveiðiflota
íslendinga um síðustu aldamót, fyrir
rétt um það bil eitt hundrað árum síð-
an.
Samanburður á þessum tveimur
ljósmyndum sýnir glöggt hinar miklu
breytingar, sem orðið hafa í sjósókn
og sjávarútvegi íslendinga á næstliðn-
um eitt hundrað árum. Á eldri mynd-
inni voru einungis seglskip og árabát-
ar. Hvert einasta far var smíðað úr
timbri og skipverjar stunduðu veiðar
með líkum hætti og forfeður þeirra
höfðu gert frá landnámsöld. Handfær-
ið var helsta veiðarfæri þeirra og stöku
árabátamenn lögðu lóðir. Hafnar-
mannvirki voru engin í Reykjavík að
heitið gæti er myndin var tekin og þá
var fiskveiðilögsaga fslendinga aðeins
þrjár sjómílur. Gæsla hennar var í
molum og á ári hverju urðu íslenskir
sjómenn að þola yfirgang og eyðilegg-
ingu af hendi útlendra fiskimanna,
sem hingað sóttu á stórum, gufuknún-
um skipum.
Yngri myndin birtir okkur allt ann-
an veruleika. Skipin á henni, stór og
smá, eru meðal hinna fullkomnustu
sinnar tegundar í víðri veröld. í
Reykjavík eru þeim búin ágæt hafnar-