Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1999, Page 32

Ægir - 01.12.1999, Page 32
Framkvœmdir við fyrsta áfanga í stœkkun Hafnarjjarðarhafnar langt komnar: Veruleg breyting á hafnarþjónustu Hafnfirðinga -kostnaður við fyrsta áfanga um einn milljarður króna Mikil breyting er nú að verða á hafnaraðstöðu í Hafnarfirði. Byggður hefur veríð nýr 400 m langur öldubrjótur um 800 m vestan Suður- garðs, 200 m langur hafnarbakki með 8 m dýpi og um 10 til 15 hektara landfylling, þar sem fyrstu þjónustu- fyrirtœkin eru að kotna sér fyrir. Már Sveinbjörnsson, framkvæmda- stjóri hafnarinnar segir þetta verulegar breytingar, sem auki til muna mögu- leika á þjónustu við skip og báta í Hafnarfirði. „Já, við teljum þetta mikla viðbót, sem mun skila sér í stóraukinni aðstöðu til þjónustu og aukinni skipa- umferð um höfnina," segir Már í sam- tali við Ægi. Eins og áður segir er öldubrjóturinn vestast á svæðinu um 400 metrar að lengd og ver bæði gömlu og nýju hafn- Hin stóra flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar varð strax þjóðþekkt þegar hún var dregin til landsins, enda þurfti varðskipsfylgd síðasta spölinn. Síðan hefur þetta mikla mannvirki legið við bryggju í miðbœ Hafnarfjarðar en nú er kvíin komin á sinn framtíðarstað og verður þar við hlið minni kvíar Vélsmiðju Orms og Víglundar. Á alls um 10 hektara svœði við nýju hapiaraðstöðuna getur Hafnarfjarðarhöfn nú boðið fyrirtœkjum ióðir. Þegar heildarframkvœmdum verður lokið mun þetta svœði verða hátt í 23 hektarar að stœrð. armannvirkin. í nýju höfninni hefur verið rekið niður 200 metra langt stál- þil og verður þekja og lýsing á nýja bakkanum frágengin í júní á næsta ári. Fullbúið verður svæðið 23 hektarar að stærð og hafnarbakki um 450 metrar. Vestast á svæðinu hefur stærri flot- kví Vélsmiðju Orms og Víglundar verið fest til frambúðar. Minni kvíin verður færð að hlið hinnar síðar í vetur. Fyrir- tækið mun í náinni framtíð byggja upp aðstöðu í landi til starfsemi sinnar. Við hlið VOOV rís nýtt hús verkstæði ÓSEYJAR hf., en húsnæði þeirra við Hvaleyrarlón varð eldi að bráð í nóv- ember í fyrra. „Áhugi á svæðinu er töluverður, ef marka má fyrirspurnir og eftirspurn 32 AGJR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.