Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1999, Side 34

Ægir - 01.12.1999, Side 34
Dönsk sjómanna- samtök blanda sér í hjúskaparmál S0ren Jensen, danskur sjóntaður í Thybor0n, kynntist taílenskri stúlku, Sukanya, og þau œtluðu að rugla sanian reytunum, - en þá koni babb í bátinn. Dönsk yfirvöld synjuðu Sukanyu um landvistarleyfi vegna þess að eigin- maðurinn uppfyllti ekki atvinnu sinn- ar vegna þau skilyrði laga frá 1984 að sé makinn ekki frá Evrópubandalags- landi eða einhverju Norðurlandanna þarf daglegar samvistir til að að hægt sé að skilgreina sambandið sem sam- búð. Séu ríkisborgarar annarra landa ekki í sambúð fá þeir ekki land- vistarleyfi í Danmörku. Dansk Fiskeriforening höfðaði mál á þeim forsendum að það væri skerð- ing mannréttinda þeirra sem langtím- um saman væru burtu frá heimili sínu að meina þeim að velja sér maka utan Norðurlanda og Evrópubandalagsland- anna. Félagið benti á að hið sama hlyti að gilda um þingmenn á Evrópu- þinginu, flutningabílstjóra á milli- landaleiðum, þá sem ferðast mikið í viðskiptaerindum, og reyndar alla sem þurfa að vera langtímum saman frá heimili vegna vinnu. Félagið vann málið, og Sukanya fékk landvistarleyfi í Danmörku. Málið hefur fordæmisgildi, svo framvegis geta danskir ríkisborgarar valið sér maka af hvaða þjóðerni sem vera skal án þess að eiga yfir höfði sér að honum sé vísað úr landi vegna of stopullar samveru. (Fiskeritidende) C G A R V c M £ 4 R E V N ' TRYGGINGA- MIÐSTÖÐIN HF AÐALSTRÆTI 6-8 • 101 REYKJAVÍK SÍMI 515 2000 - www.tmhf.is 34 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.