Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1999, Side 42

Ægir - 01.12.1999, Side 42
Saga landsþekkts skipherra Störf starfsmanna Lanhelgisgæsl- unnar eru harla fjölbreytileg. Flest- ir kannast við at- hafnir þeirra til varnar landhelg- inni, og þá ekki síst hetjulega framgöngu þeirra í fiskveiðideilunum við Breta og V- Þjóðverja, þorskastríðunum svo- nefndu. Á þeim árum urðu margir gæslumenn þjóðhetjur og nöfn skip- herranna voru kunn nánast hverju barni á íslandi. Höskuldur Skarphéðinsson var einn þessara manna og í bók sinni, Svipt- Höskuldur Skaphéðinsson: Sviptingar á sjávarslóð Mál og menning - Reykjavík 1999 223 bls. ingar á sjávarslóð, segir hann sögu sína frá gæsluárunum, en hann starf- aði hjá Landhelgisgæslunni frá 1958 og fram á síðustu ár. Hann tók þátt í öllum þorskastríðunum, fyrst sem stýrimaður en síðan sem skipherra. Frásagnir af viðburðum í þorska- stríðunum taka meirihlutann af rúmi þessarar bókar og eru þær margar ansi krassandi, svo ekki sé meira sagt. Sag- an af því er Bretar hugðust sökkva Enska öldin í sögu íslendinga Ensk fiskiskip komu fyrst til veiða við ísland á öndverðri 15. öld og geng- ur sú öld og fyrri hluti 16. aldar gjarn- an undir nafninu „enska öldin í sögu íslendinga." Lengi hefur því verið trú- að, að veiðar Englendinga hér við land hafi dregist mjög saman er kom fram yfir 1540, en í þessari bók sýnir Helgi Þorláksson fram á, að svo var alls ekki. Helgi Þorláksson: Sjórán og siglingar Ensk-íslensk samskipti 158-1630 Mál og menning, Reykjavík 1999 365 bls. Englendingar áttu hér annað „blómaskeið" á tímabilinu frá því um 1580 og fram um 1630 og stunduðu þá um- fangsmiklar lönguveiðar, eink- um við Vestmannaeyjar og Snæfells- nes, en söltuð langa þótti herramanns- matur í Bretlandi og var goldin dýru verði. Á ýmsu gekk í samskiptum enskra og íslenskra á þessum tíma. Frá þeim viðskiptum segir glöggt á þessari bók varðskipinu Árvakri er líkast til sú, sem flestum lesendum verður minnis- stæðust, en hér skal einnig bent á einkar athyglisverðar frásagnir af sam- starfi Höskuldar við Eirík skipherra Kristófersson og af starfi hans í flug- gæslunni. Lýsingar á öðrum störfum á vettvangi Landhelgisgæslunnar eru einnig fróðlegar og forvitnilegar og á það ekki síst við um frásagnir af þátt- töku í rannsóknaleiðöngrum og björg- unarstörfum. Af hinum síðastnefndu ber einkum að nefna frásögnina af leitinni að vélskipinu Sjöstjörnunni, en þar lýsir Höskuldur sorglegum at- burðum af mikilli nærfærni. Endurminningar Höskuldar Skarp- héðinssonar eru ritaðar á góðu máli, hreinni og óbjagaðri íslensku. Þær eru fróðlegar og skemmtilegar aflestrar og veita lesandanum glögga mynd af fjöl- breytilegum viðfangsefnum starfs- manna Landhelgisgæslunnar. Jón Þ. Þór Nýjar bækur um sjávarútveg og tengir höfundur veiðar Englend- inga hér við land og samskipti þeirra við fslendinga á skemmtilegan hátt veröld sjóræningja, sem voru fyrirferð- armiklir á heimshöfunum á þessum tíma. Hér á landi frömdu Englending- ar sjórán og Helgi sýnir fram á, svo ekki verður um villst, að Tyrkjaránið árið 1627 var engan veginn einstæður atburður. Þessi bók Helga Þorlákssonar byggir á ýtarlegri rannsókn skjala í erlendum skjalasöfnum og varpar nýju ljósi á ýmsa þætti íslenskrar sögu á þeim tíma, sem hún tekur yfir. Athyglis- verðast er þó, að höfundur setur sög- una í alþjóðlegt samhengi og tekst með því að skýra ýmsa athyglisverða atburði og þætti. Jón Þ. Þór 42 m1R

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.